Eimreiðin - 01.12.1922, Page 1
Ogmundur biskup
á Brimara Samson 1541.
I.
Að horfnum tíma eg huga sný,
og heyri á bylgjum skjálfa
veðurhljóð og vigra gný
um veröldina hálfa.
Með himinröndum rosaský
rjúka. En steyta kálfa
hnakkakertir hér við land —
og hafa stundum unnið grand —
Danir, og dusta bjálfa.
Fremstur stóð í fylking þá
fram til varna boðinn,
einkum þegar öðrum brá
og ægði þyngsti voðinn,
sortnaði blika, brimaði lá,
blöskraði sumum hroðinn,
eða gengu flestir frá, —
fyrstur reið hann vaðið á,
gamli Skálholtsgoðinn.
Geðið er sagt, að geiglaust sé
og grunlaus hugar rekki,
við flesta hafði’ í fullu tré,
þótt fleygðist nokkuð í kekki,
öðrum djúpt að hneigja hné
hentaði ’onum ekki;
við fornan sið og fósturbygð
fastara hélt en nokkur trygð
þeirra, sem eg þekki.
Honum var léð til fríðleiks flest,
löngulegur á velli,