Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 2
258
0GMUNDUR BISKUP
EIMREIÐIK
hárið, gull og hrokkið mest,
á herðar sagt er félli,
frá eg hann eygðan firða bezt
fram í háa elli;
en nú var hvarma-sóiin sezt
og sjónarinnar megin lest.
Það trúi’ eg sárast svelli.
Við Dönum var um ótal ár
ærinn vara að gjalda:
Þeir glímdu í orði um guðs orð klár,
en girntust mest til valda
og um leið að afla fjár.
í ógnarveðrinu kalda
skörin bleik var breytt í mjöll, —
blásið hafði um reikarfjöll
elli aldinfalda.
Eg eygi hann prúðan æskumann —
og auðnu á báðar síður, —
þorinn, stiltan — þroskaðann,
með þreki, er mest á ríður,
við stjórn á kneri, í kristnum rann,
er kærleiksverk hann býður,
í elii, blindan, angraðann, —
í ailri minning stendur hann
sterkur, stór og fríður.
Þyngi að elli og þrotni völd,
þá vill gengið smækka
og erindum við aldinn höld
einnig taka’ að fækka —
við menn sjaldan vant á öld,
er veigar á könnum lækka, —
hljótt er þá um háran mann,
þeir hafa’ ei tíð að rækja hann,
því aðrir yngri stækka.