Eimreiðin - 01.12.1922, Side 7
eimreiðin
0GMUNDUR BISKUP
263
Siglt hef eg fyrir Suðurland fyr,
sjórinn rokið um branda
á Þorlákssúð, í bráða-byr
bungaðist voðin þanda.
fyrir austan Ægisdyr
ekki sá til landa,
hverri fokku úr heflum hleypt,
á hnífil nærri kuggnum steypt, —
eg var í engum vanda.
Við Noreg líka í lófum mér
léku stjórnartaumar,
þar er bæði harður hlér
og heldur leiðir naumar,
beitta eg fyrir boða og sker,
bulluðu krappir straumar;
svo hef eg eitt sinn stefnt að Storð,
að stórum ekki sá fyrir borð,
ruku fjúk og flaumar.
Eg hratt og skeið úr Hjaltlands möl
heims á norðurflóa,
sjálfur hélt um hjálmunvöl,
og hreppti réttu nóga,
átök fann eg knýja kjöl
kaldra Grænlands sjóa,
hrundi um mig hrönnin mörg,
hafþökin og jöklabjörg, —
eg fann mér ekkert óga.
Eg kvíði ekki enn þá ægis-»deyð* —
annað er meir að grandi:
Mér ógar að komast alla leið
upp að fjarrum sandi;
vel er, ef við Vikarsskeið
viggið bryti í strandi,
og heldur vilda eg bera bein