Eimreiðin - 01.12.1922, Page 10
266
0GMUNDUR BISKUP
EIMREIÐIN
og hamli öllu grandi, —
guðs er verndarhöndin hörð,
hver sem mætir vandi
óhætt er í hirðing hans, —
ef hylli náir skaparans, —
bæði lýð og landi.
011 skulu mál því guði geymd,
sem gætir allra ferða,
hann má lægja auðnu og eymd,
og öllu vægja og herða;
í hans vitund ekki gleymd
endurgjöldin verða;
prófast rýr hjá hugmóð hans
heiftarþykkja vesals manns,
er geldur flestra gerða.
111.
Finn eg sækist út á æginn kalda,
öldur stækka, lengjast taka boða,
þungt á sýjur hranna knýja hroða,
heimasætur Gýmis mjalla falda,
fullum voðum lung á hafið halda, —
í hörmum er mér fróun í að þegja,
og málróm drottins heyra í hreggi segja:
Mín er hefndin. Eg mun endurgjalda.
IV.
Um kvöld í seglum golur gnýja og soga,—
göfgum öldung kynlands heillafylgjur
vinum horfnum gangi með á gnoð,
og í kveðju um hylji himinvoga
hreinar liðist norðurljósabylgjur,
silkibleik sem dustuð væri voð.