Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 15
EIMREIÐIN
SUÐURF0RIN
271
komum til Hannover, þaðan til Minden, og vav sjálfsagt að
fara þar í kirkju; þar var fátt fólk, og kirkjan dimm og al-
varleg; þaðan til Osnabriick, og létum þar fyrir berast í gest-
Sjafahúsi; Djúnki fór til biskups þess, er þar var. Það var
Páll Melchers, sem síðan varð erkibiskup af Kölni, og seinna
settur af, en varð þá kardinalprestur. Mér sýndist hann ómerki-
íe9ur, en góðlegur og atkvæðalítill. Þar komum við í dóm-
kirkjuna, því Djúnki þurfti náttúrlega að koma í allar kirkjur,
^var sem varð; kirkjan var stór og ganialdags, í gotneskum
stíl og fornfáleg — kirkjulykt og fúalykt; þar voru myndir af
dauðanum, beinagrindur með sigð í hendi, og þessi orð: »Si
non revertimini, sic eritis«;') þar voru og myndir af postulun-
um og ýmislegt annað, og sýndist vera illa við haldið. Eg
nenni nú ekki að telja nákvæmar þá staði, sem við komum
t'l því öll ferðin var eins, eða með litlum tilbreytingum. Landið
a't var flatt og varla skógivaxið, sviplítið og ómerkilegt; fólkið
var þar eftir, og miklu lakara en íslenskt sveitafólk af betra
tæi. Það, sem eg sá af Rín, þessari rniklu og merkilegu á,
sem er svo fræg í sögum og ljóðum, það var ómerkilegt, og
i39!- sem eg kom að henni, rann hún með lygnum straumi á
fiatlendi. Hið fagra Rínarland byrjar ekki fyr en sunnar, og
er þar fult af rústum og föllnum múrum og tindum af göml-
Uni riddaraborgum, raunar minning um tíma, sem engir óska
eftir nú, þó síðan hafi verið fegraður með skáldlegum ljóma.
^að er merkilegt, að þýsk skáld hafa látið Sigurð Fáfnisbana
Vera riðinn við svo óskáldlegt land, eins og Norður-Þýskaland
er- I Völsungasögu eru nefnd »Húnaland«, »Gautland« o. s.
frv- sem ekkert er að marka. Hitt heldur ekki.
Einhversstaðar — eg man nú ekki hvar — hætti járnbraut-
ln> og þar stigum við upp í vagn, og ókum lengi á breiðum
Ve9um, sem plantaðir voru beggja vegna með hávöxnum trjám.
Ekkert vissi eg hvert við fórum. Eg man það samt, að í Miin-
s,er hafði Djúnki talað við einhvern kirkjuhöfðingja, hvert
rann skyldi fara með mig, en eg skifti mér ekkert af því, eg
Var alveg tilfinningalaus, nema fyrir mínum eigin poetisku
draumum. Loksins komum við um kveld að þorpi einu litlu,
U Ef þér iörisl elrki, verðið þér þannig.