Eimreiðin - 01.12.1922, Side 24
280
SUÐURF0RIN
eimreiðiN
ialinu, þar sem altaf er tekið fram hverjum hver kirkja var
helguð, séra Þórarinn vildi kalla Garðakirkju »Péturskirkju«,
og eg málaði fyrir hann Pétur postula, til að hafa yfir kirkju-
dyrunum. — í Höfn voru íslendingar altaf að daðra við
Djúnka, þó þeir ekki nálguðust hann meira en svo. — Jón
Sigurðsson, Gísli Brynjúlfsson, Bjarni Magnússon og fleiri
höfðu einhverjar mætur á honum, og einmitt af því hann fór
með katólsku og minti þannig á gamla tíma, þegar landinu
leið vel, eins og var undir hinum sjö fyrstu biskupum í Skál-
holti (Guðbr. Vigf. í Biskupasögum, formáli, pag. VI). Það
skyldi því ekki koma á óvart, þó ísland yrði katólskt ein-
hvern tíma aftur, fengi tilkomumeira trúarform en lúferskan er,
en betra og skynsamara en gamla katólskan var.
Eg hafði fengið bréf frá Ólafi, sem þá var í Louvain (eða
Löwen), og hafði hann sagt, að eg skyldi koma til sín. I
Löwen er katólskur háskóli, og þar ætlaði Ólafur að dispú-
tera fyrir doctorsnafnbót. Klausturstjórinn lét mig nú fá pen-
inga til þess að komast á burtu, álíka mikið og áður, og
varð eg feginn að fara. Annað gagn hafði eg í rauninni el-:LÍ
af þessari »Conversion«. Eg fór þá strax til Löwen, og vildi
mér ekkert merkilegt til á leiðinni. Þegar eg kom til Löwen,
þá mætti eg Ólafi á götu, og hann fór strax með mig til for-
stöðumanns háskólans, og það var alt í einu afgert, að eg
skyldi vera þar. — Missíónin, eða hin katólska própaganda,
hefir borgað fyrir okkur, án þess eg skifti mér neitt af því-
— Eg hugsaði ekki um neina framtíð. Við Ólafur bjuggum >
stórri byggingu, líklega gömlu sloti, sem hefir verið tekið
handa stúdentum; þar bjuggu margir stúdentar frá ýrnsum
löndum, frá Englandi, Frakklandi, írlandi, Ítalíu, Perú o. s. frv.,
eg held það hafi verið allskonar samansafn af ómögulegum
»Súbjektum«, sem ekki varð tjónkað við, og hefir verið komið
þarna fyrir —; hver okkar hafði tvö herbergi, en engin hús-
gögn —; þetta var snemma um vorið, og var kalt; ofna urð-
um við að fá sjálfir, en eldivið fengum við ókeypis. Stúdent-
arnir bjuggu ekki saman, en hver hafði tvö herbergi, og voru
þau léleg, kölkuð og óþrifaleg, verri en á Garði; flestir þessir
stúdentar voru slarkarar og drykkjumenn, og gerðum við
lítið annað en drífa og þamba bjór, sem þar var helminð1