Eimreiðin - 01.12.1922, Page 29
eimreiðin
ALLIR ERUM VIÐ FRÆNDUR
285
merkilega væri hægt að setja ættartöluna fram samkvæmt
þektum aðferðum, sem til þessa hafa verið notaðar. Eg tala
ekki um ósköpin, ef ættin væri rakin fram um 14 ættliði, eða
fram til 1400, til samtímismanna Lofts ríka Guttormssonar,
þá yrði mannanafnafjöldinn, sem telja bæri, ef auðið væri að
rekja ættina fram í öllum ættgreinum frá 1. manni, fast að 33
þúsundum. Af umræddum orsökum leiðir, að flestar ættfærslur
manna »upp« eru kák, sem gefa næsta ófullkomna og óljósa
hugmynd um ætterni þess, sem frá er rakið. Verða slíkar ætt-
artölur sannnefndir spéspeglar af ættgöfginni. Lítum t. d. yfir
framætt Þorvalds prófessors Thoroddsens í 47. árg. Andvara.
Hún er mikið frekar náið rakin og fram í 11. ættlið, en nefndir
eru þó aðeins vart 100 af feðrum og mæðrum prófessorsins.
Til samanburðar má geta þess, að allir liðir framættarinnar á
því tímabili, sem ættin er rakin yfir, eru meira en 4000 að
tölu. Þótt ættin sé eigi nánar rakin, verður hún 5 blaðsíðna
»rolla«, næsta óljós og óaðgengileg. Hygg eg þó framsetningu
hennar eftir vonum.
Til þess að ráða bót á vankvæðunuin er skýrt og skilmerki-
legt töfluform bráðnauðsynlegt. Það þykist eg hafa fundið. Vil
eg leyfa mér að skírskota því til dóms sérfróðra manna, hve
nothæfa þeir telji þá nýung.
Vitanlegt er það sérhverjum, að tvö eru kyn að hverjum
ejnum. Af því leiðir, að við hvern ættlið, talið fram, tvöfaldast
forfeðratalan, sem sé teljast í II. ættlið 4, eða 2 afar og 2
ömmur, en í III. ættlið 4 langafar og 4 langömmur og í IV.
16, og svo koll af kolli. Auðvitað er, að í hverjum ættlið er
ávalt jafnmargt karla og kvenna. Til hægðarauka set ég hér
eftirfylgjandi töflu. Rómversku tölurnar merkja ættliðina, en
Hnar einstaklingafjöldann í hverjum ættlið:
I. ættliður 2 (foreldrarnir).
II.-------4 (afar og ömmur).
III. -------8 (langafar og langömmur).
IV. ------16 (þeirra foreldrar).
^annig má halda töflunni óendanlega áfram, en aldrei rask-
ast skiljanlega hlutföllin millum fjölda einstaklinganna í hverjum
*ttlið. Tafla þessi er grundvöllur hins nýja kerfis. Einstakling-
um hvers ættliðs skal raða á þann hátt að merkja foreldrana,