Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 30
286
ALLIR ERUM VIÐ FRÆNDUR
EIMREIÐIN
sem eðlilega teljasf I. ættliður, með 1 og 2, sem sé föðurinn
með 1, en móðurina með 2. Afana og ömmurnar, sem eru
II. ættliður, með 1—4, en þess ber vandlega að gæta, að fyrst
sé falinn föðurfaðir, svo föðurmóðir, þá móðurfaðir og móður-
móðir; í samræmi við þá niðurröðun verður nafnaröðin að
haldast í öllum ættliðunum, enda liggur það beinast fyrir við
ættskráninguna. III. ættliður lítur þá svona út:
III. 1. Föðurföðurfaðir.
2. Föðurföðurmóðir.
3. Föðurmóðurfaðir.
4. Föðurmóðurmóðir.
5. Móðurföðurfaðir.
6. Móðurföðurmóðir.
7. Móðurmóðurfaðir.
8. Móðurmóðurmóðir.
Til hliðsjónar og samanburðar skulum við líta á ætt Magn-
úsar dómstjóra Stephensens. Fylgja hér III fyrslu ættliðirnir,
skrásettir samkvæmt hinu nýja ættartöluformi:
I. 1. Ólafur Stefánsson stiftamtmaður.
2. Sigríður Magnúsdóttir.
II. 1. Stefán Ólafsson prestur á Höskuldsstöðum.
2. Ragnheiður Magnúsdóttir.
3. Magnús Gíslason amtmaður.
4. Þórunn Guðmundsdóttir.
III. 1. Ólafur Guðmundsson prófastur á Hrafnagiii.
2. Anna Stefánsdóttir.
3. Magnús Björnsson bóndi á Espihólk
4. Sigríður ]ónsdóttir.
5. Gísli Jónsson lögréttumaður í Máfahlíð.
6. Margrét Magnúsdóttir.
7. Guðmundur Sigurðsson sýslum. á Alftanesi.
8. Guðrún Eggertsdóttir.
Það, sem við fyrst veitum eftirtekt, er við gaumgæfum ætt-
skrána, er, að ætíð skiftast á í töluröð hvers ættliðs karl og
kona. Nöfn hjóna standa saman og karlmannsnafnið ávalt á
undan. Er það því altaf nierkt með oddatölu, en kvennanöfnin
með jafnri tölu. Við sjáum ennfremur, að allir einstaklingar
karlleggsins eru merktir á ættskránni með tölustafnum 1, oQ