Eimreiðin - 01.12.1922, Side 32
288
ALLIR ERUM VIÐ FRÆNDUR
eimreiðiN
9. ]. Vigfússon (sjá 7 í IV).
10. G. Þórðardóttir (sjá 8 í IV).
í V. ættlið einritast svo nöfn foreldranna með tölusetningum
í samræmi við nr. nafnanna, sem vísað er til.
Þess ber vandlega að gæta við ættskráningar, að þá er
einstakir ættstuðlar verða eigi raktir, þá verða tölusetningar
þær, sem nöfnunum ættu að fylgja, ef þau hefðu verið þekt,
að falla niður, en mega ómögulega færast yfir á aðra einstak-
linga ættliðsins; liggur það í hlutarins eðli, þar sem sérhverj-
um forfeðranna er fyrirfram markaður bás á ættskránni, svo
sem fyr hefir verið sýnt.
Vil ég svo ljúka línum þessum með þeirri ósk, að góðir
menn og sérfróðir gaumgæfi mál þetta og láti álit sitt í ljósi.
Er mér það ljúft og skylt að gefa allar upplýsingar hér að
lútandi, sem í mínu valdi standa, hvort heldur bréflega eða
munnlega, því að vel má vera, að margt sé ekki svo náið
skýrt sem vera ber.
Reykjavík 12. okt. 1922.
Barði Guðmundsson.
Kennari kemur til sögunnar.
Eftir Andreas Austlid.
[Höf. þessarar greinar, Andrés frá Austurhlíö (Andreas Austlid), var
3 ár í lýðháskóla hjá Krislófer Brún. Síöan stofnaði hann barnaskóla >
Lómasveit, og þótti nýjabragö að. Kristindómskenslan var t. d. ólík þv>
sem menn áttu að venjast. En foreldrum barnanna féll nýbreytnin vel 1
geð, og presturinn þar var fús til að ferma börnin upp á það, sem þe'111
var sagt munnlega úr ritningunni í skólanum. En ekkert lærðu þau utan
að, nema Faðir-vor, boðorðin og trúarjátninguna, og svo eitthvað af
sálmum. Biskupinn fann að þessu, og heimtaði, að börnin lærðu „kver
og biblíusögur utan að. Lómverjar létu ekki undan, og skrifuðu kirkju-
stjórninni. Hún var á þeirra máli, og biskup varð að þegja.
Síðar var Andrés Iýðháskólakennari á ýmsum stöðum. Nú er ha»n