Eimreiðin - 01.12.1922, Page 35
eimreiðin
KENNARI KEMUR TIL SOQUNNAR
291
drengur minn«, sagði hann. »Þú skrifar nú svo, að þú ert vel
sendibréfsfær, og þú ert að verða ágætur í reikningi; eg finn
varla nokkra villu í búreikningnum hjá þér«. »]á, en það er
margt annað, sem eg þarf að læra«, sagði eg. »Eg vil læra
að tala og hugsa; eg vil ekki verða hér að bjálfa«.
»Þess háttar lærist ekki í skólum«, sagði pabbi, »og sei-sei
nei, það kemur með aldrinum, af umgengni við myndarmenn.
Sjáðu nú til; ekki hefi eg fengið fimta partinn af þeirri skóla-
mentun, sem þú hefir fengið. Og þó get eg ekki séð, að eg
sé svo illa að mér til munns eða handa, að það standi mér
fyrir þrifum. Eg nýt virðingar, og get látið til mín taka um
það sem eg vil. Þú þarft ekki að verða neinn bjálfi, þó þú
farir ekki í skóla framar«. — Móðir mín var á sama máli. —
En eg fékk ]ón í Rófu í lið með mér. Hann hafði helt mig
fullan af Ameríkusögum, um bróður sinn, sem hafði lent í
höndum Indíána og keypt sér fjörlausn með tóbaksbita. Annað
sinn hafði hann falið sig í holu tré, og skotið þaðan á Indí-
ána og strádrepið þá.
Nú bauðst ]ón til að lána mér fé í fargjald til Ameríku.
Og eg hét því að fara með vorinu, því að út vildi eg. Þá
lét faðir minn undan. Af tvennu illu vildi hann þó heldur
skólann; því að Ameríku hataði hann. Og það vissi eg.
II.
Ungum mönnum nú á dögum er ekki auðskilið, hvernig
hðarandinn var, þegar eg var að alast upp, og eru þó ekki
uema 40—50 ár síðan. Þá var fátt um fína drætti. í skólán-
anum voru þaulsetur og þululærdómur á argvítugri þýsku-
áönsku. Því lærðari sem kennarinn var, því meir rak hann á
eftir okkur. Við, sem lengst vorum komnir, gerðum líka stíla,
auðvitað. »Hirkjugarðshugleiðingar urn lífið og dauðann«, »Hæ-
eerska er mesta prýði ungra manna«; »Búðu til sögu, þar
sem þessi orð koma fyrir: úlfur, klettur, byssa, sel, velta,
^asta, skjóta«. Svona voru ritgerða-efnin, sem fengin voru í
hendur 12—14 ára gömlum börnum. — Heima höfðum við
^forgunblaðið að lesa. í því voru sögur; »Demantinn ind-
verski«, »Dætur Oachburns lávarðar«, og þess háttar góð-