Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 36
292
KENNARi KEMUR TIL S0GUNNAR
eimreiðin
gæti, himinblátt hýjalín, sótt frá yztu heimsenduni. En hvað
mamma var fátæklega til fara, í samanburði við Láru, lávarðs-
dótturina. Og baðstofan okkar og húsbúnaðurinn! hlóðir úr
grjóti í einu horninu, blámáluð hurð með heimagerðu læs-
ingarjárni — það var annað en dýrindis-salirnir í sögunum,
með speglum og silfurstjökum, þar sem altaf var setið að
veislum og drukkið tæra-vín úr krystalsskálum. En heima át-
um við vatnsgraut á kvöldin og drukkum sýrudrykk úr tré-
ausu, mokuðum flór og pældum mold. Það var lífið okkar í
sveitinni. En sá munur! — A prestssetrinu sáum við ofurlitla
glætu af hinu lífinu, á dansleiknum, sem haldinn var þar einu
sinni á ári handa börnum, og síðar á dönsunum, sem við
sjálfir stóðum fyrir. Þá voru allir vel búnir, stúlkurnar hvít-
klæddar, eins og englar, svo að við máttum ekki koma við
kjólana þeirra berhentir, urðum að dansa við þær með glófa
á höndum.
En hvað dugði þetta alt, þegar við kunnum ekki að koma
fyrir okkur orði? Einn fékk sig fullreyndan á því einu sinni,
og var hann þó einhver sá snjallasti af okkur, og dansgarpur
mikill, gagnfræðingur og kunni þýsku. Hann var í samkvænu,
stóð upp og ætlaði að mæla fyrir skál kvenna, en komst i
bobba og varð að athlægi. Nei, það var ekki til neins fyr*r
okkur sveitapilta að ætla sér að tala í samkvæmum eins og
»fína« fólkið. Við urðum að sætta okkur við að vera durgar
þar líka. Og þá var til lítiis að fara í klæðisföt fáeinum sinn-
um á ári og líta út eins og »fínir« menn. Við vorum sörnu
fíflin og durgarnir fyrir það.
Þjóðminningardagana 17. maí vorum við helst í essinu oi<k-
ar. Það voru hálfgerðir slark-dagar. Þá héldum við ræður.
Engum þótti minkun í þá daga að drekka sig sætkendan,
hann gerði enga skömm af sér aðra.
Bindindismál, þjóðernismál og öll þessi »mál«, sem æsku-
lýðurinn elst nú upp við, þau voru ekki til á uppvaxtarárum
mínum — eða við vissum ekki, að þau væri til, — og nærn
því engar bækur. Ekkert, sem vakið gæti áhuga á málum
sjálfra okkar og högum; ekkert annað en þetta erlenda, lauS1
fyrir ofan og utan okkur. Reyndar var til Laugardagsblað og
Verkamannablað. Og það var líka það skársta, sem við höfð