Eimreiðin - 01.12.1922, Side 38
294
KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR
EIMREIÐIN
að segja. Hvar átti þetta að lenda? Var okkur ætlað að
ganga burt og drepa okkur?
]æja, við stofnuðum félag og sömdum okkur lög. Eg get
ekki stilt mig um að setja hér 1. greinina, því að eg á lögin
enn. Hún sýnir, hvernig okkur var innanbrjósts, því að við
tveir, sem samið höfðum greinina, fengum dynjandi lófaklapp,
þegar við lásum hana upp, og hún var samþykt í einu hljóði.
1. gr. Tilgangur félagsins er:
a. að vernda rétt æskunnar, en það teljum vér rétt æsku-
lýðsins, að mega lifa lífi sínu frjáls og glaður og fá að
æfa þá krafta, sem guð hefir gefið, og nota þá í þarfir
mannfélaSSÍns Og föðurlandsins.
b. Að berjast af alefli á móti þeirri Iífsstefnu, sem ieggur í
einelti alla glaðværð og skemtanir og virðist ætla að kæfa
alt heilbrigt æskulíf.
Við skrifuðum undir lögin, 70 strákar. Erfitt áttum við upP'
dráttar, og skrykkjótt gengu fundahöldin. Séra Marteinn náði
í félagslögin okkar, og tók þau til bænar í kirkjunni, svo að
heiðvirt fólk þorði varla að lofa dætrum sínum að koma á
skemtifundi okkar. Ef Pétur í Bæ hefði þá ekki lagt okkur
lið, hefði félagið farið út um þúfur. En hann sá hvert stefndi
og hvað við vildum. Og hann kom og bjargaði okkur. Hann
kom skipulagi á félagsskapinn, svo að hann lifði í mörg ár.
Hann tók líka upp þjóðernismálið (málstreituna) og kendi fe-
lagsmönnum að bera skyn á það.
Svona var nú að vera ungur í Gautsdal, þegar eg var að
alast upp. Sveitin hafði frá ómunatíð verið gæðasveit, bu-
sældarsveit, breið og víð, frjósöm og fögur — fegurst allra *
Guðbrandsdölum. Bændurnir voru myndarlegir óðalsbændur,
gæfir og góðir, en nokkuð sjálfbirgingslegir. Þeir höfðu tekið
að erfðum mikla mannkosti, en líka mikið af lakara tæi. Þeir
trúðu á embættismenn sína og presta. Varla höfðu þeir ^
öðrum kristindómi að segja en oftrú séra Marteins. Allir máls-
metandi menn af kynslóðinni næstu á undan höfðu verið frjáls-
hyggjumenn að hálfu eða öllu.
Það var glatt á hjalla einn morgun í október 1869.
lögðum við af stað, þrír ungir Gautsdælir, í skóla á Seli. Við
keyrðutn hestana og vorum háværir af kæti. Þetta var fyrsta