Eimreiðin - 01.12.1922, Page 58
eimreiðin
Vatnið.
Eftir Gutt. ]. Guttormsson.
Eitt fiskivatn, umgirt af fjölium og skóg,
með festingu himinsins glæstist,
þess yfirborð ljómaði lognstafað — þó
í loftinu stormurinn æstist.
Það var eins og guði vígð glitrandi lind
þar geymdist í skál sinni hálfri,
og friðarins voldug og mildileg mynd
þar mætti í spegli sér sjálfri.
Og himinsins sunna, til hressingar víst,
gat húmið þess drukkið að botni
og tunglið þess glerhallir leikandi lýst,
sem lampi hjá vatnanna drotni,
þar sindruðu demantar, silfur og glys,
en sáust ei neinstaðar skuggar
er upptendrað himinsins hvolf varð eitt blys,
og hallirnar eintómir gluggar.
En þrátt fyrir yfirborð indælt og slétt
og endurskin himneskra loga
var hallað á smáfiska heiður og rétt
í hyl undir friðarins boga;
þar geddan um fiskanna glerhallir þaut
og gleypti þá lifandi marga,
því hvergi var athvarf né endi á braut
og enginn var þar til að bjarga.
Og þar voru hallirnar brotnar án braks
og bugaðir margir án ópa.
— Það finnur víst enginn á foldu til blaks
er fiskar í djúpinu hrópa.
Og þar sem er uggur og öryggislaust