Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 59
EIMREIÐIN
VATNIÐ
315
er ömurlegt, hvernig sem birtir,
þar vaknar ei sumarið, vorið er haust,
að vetrarnótt hvarvetna syrtir.
Og smáfiskar söfnuðust saman um nótt
í silfraðri glerhöll og kváðu:
»Æ, sundraðir föllum vér, sameinumst skjótt
á sundi gegn hættunni bráðu!
Svo heimtum vér frelsið og friðinn, sem ber
oss fiskum að alþjóðarétti«.
En geddan kom æðandi’ og át þennan her,
já, allan, og hljóðan hann setti.
Og árbít hún hafði’ ekki ódýrri keypt
á æfinni, því síður betri,
og aldrei svo marga sér ákosna gleypt
í einu, á sumri né vetri,
en hún hafði altaf í eltingaleik
haft auðvitað nóg sér til þrifa.
Hún gat ekki fleytt sér, af fyllinni veik,
en fögnuður var þó að lifa.
Og altaf var vatnið jafn yfirborðsslétt
og afburðafagurt að skoða.
Og þjóðskáldin settu sig þar upp á klett,
því þati höfðu guðspjall að boða,
að þar mætti njóta við náttúrubarm
guðs nálægðar, yndis og friðar,
og bætur þar réðust á böli og harm,
þau bentu á vatnið til hliðar.