Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 60
eimreiðin
Sæmundur fróði.
Alveg fram að síðustu árum, og líklega reyndar fram á
þennan dag, er Sæmundur fróði einn af frægustu mönnum
íslenzkum og einn af þeim, sem svo að segja hvert manns-
barn á landinu, sem komið er tii vits og ára, hefir þekt. Og
það er ekki einungis að menn kannist við nafn hans, heldur
kemur fram í huganum nokkurn veginn skýr mynd af honum.
Menn sjá hann fyrir sér, finst þeir þekkja hann, þennan forn-
aldar fimbulklerk, sem hafði Kölska sjálfan í vinnumensku og
veifaði honurn eins og dulu kringum sig. Það væri því nógu
gaman að virða hann fyrir sér dálítið nánar, þennan heljar-
karl, og grafast fyrir það, hvað vér vitum í raun og veru um
hann, og hvað hefir skapað honum þessa firna frægð.
Dálítið hvumsa verður maður ef til vill við það, að líta á
þetta mál, því að fyrir hvað verða menn yfirburða frægir að
öllum jafnaði? Flestir verða frægir fyrir annað af þessu tvennu,
það sem um þá er skráð, eða af þeim skráð. Menn geymast
síðari öldum annaðhvort af því, að sagan geymir lýsingu á
æfistarfi þeirra og afreksverkum, og þetta er að ágætum haft,
eða þá að til vor koma einhver þau ritverk eftir þá, sem frá-
bær þykja. Vér getum nefnt rétt sem dæmi þá Skúla fógeta
og Hallgrím Pétursson. Skúli er frægur fyrir það, sem vér
vitum um æfistarf hans og afrek í stöðu sinni, en Hallgrímur
er ágætur af ljóðum sínum, einkum Passíusálmunum, og það
eins, þótt vér vitum ekki nema fátt um hann sjálfan og #fi
hans. — En skorti nú bæði þessi skilyrði, hvað á þá að forða
þeim manni frá gleymsku?
En það er nú einmitt svo um Sæmund fróða. Hann skortir
hvorttveggja það, sem nú er talið. Vér vitum ekki það um ®fi
hans og starf, er geti varpað yfir hann frægðarljóma svo
miklum, að nálega hvert mannsbarn þekki hann eftir 8 aldir.
Vér vitum, ef satt skal segja, gróflega lítið um hann yfirleitt, 08
eins og sýnt skal verða, er það í raun og veru ekki það, sem
nú heldur hróðri hans á lofti. Og þá er ekki heldur því að
heilsa, að geymst hafi fram á vora daga eitthvert afbragðs-