Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 69
EIMRESÐIN
SÆMUNDUR FRÓÐI
325
Það er næstum því eins og þær segðu í hvert sinn, sem sag-
an sveigist að Sæmundi: »Um hann þarf eg ekkert að segja,
hann þekkja allir«. Það er sagt um bók Carlyles um stjórnar-
byltinguna frönsku, að hún sé ágæt fyrir þann, sem mikið
hafi lesið um stjórnarbyltinguna áður. Þessir dómar sagnanna
um Sæmund og smáglepsur um hann, væri ágætt, ef vér ætt-
um sögu hans annarstaðar. En því er nú ekki að heilsa.
Dæmi upp á þessar smá athugasemdir um Sæmund má nefna.
Þegar tíundarlög Gizurar biskups Isleifssonar voru sett 1096
þóttu það hin mestu jarteikn að bændur skyldu játast undir
slíkt, en menn fundu skýringu þess í því, hvílíkir menn stóðu
að þessum lögum, fyrst og fremst Gizur biskup sjálfur og svo
þeir Markús lögsögumaður, eins og varð að vera stöðu hans
vegna, og Sæmundur prestur Sigfússon. Hann varð að vera
með til þess að slíkir hlutir gerðust. — í kristinna laga þætti
er þess getið að hann væri settur rneð ráði erkibiskups, eins
°2 eðlilegt var, Sæmundar og annarra fleiri. Nafn Sæmundar
eins var nefnt með erkibiskupi. Menn hafa vel vitað hvaða
áhrif það nafn hafði er afla skyldi svo miklum lagabálki álits
°S valds. — Ari getur þess í íslendingabók sinni, að þegar hann
hafði skrifað fyrri bók sína, hafi hann sýnt hana biskupum báð-
um og Sæmundi presti, og af því að þeir hafi vel af látið,
bá hafi hann þessa ritað. Hér er Sæmundur dómarinn mikli
um sagnavísindi. Er ómaksins vert að gefa þessu vel gaum
öUu, því að það sýnir, að Sæmundur var ekki við eina fjölina
feldur, hann var ekki áhrifamaður í eina átt eða uin eitt atriði
aðeins, heldur jafnt, hvar sem niður var borið, hvort heldur
Var um stjórnmál eða kirkjulög eða sagnavísindi. Og í öllum
beim dæmum, sem nefnd hafa verið eru hinir, sem taldir eru,
s)álfkjörnir vegna stöðu sinnar, að nokkru leyti að rninsta
k°sti, en Sæmundur stendur á eigin merg eingöngu. — Þá er
það enn haft eftir Sæmundi á alþingi, að í sótt þeirri, sem þá
taföi gengið yfir landið mundu ekki færri hafa látisf en þeir,
Sem þá voru til þings komnir og var þá þing fjölment. Lengra
Þurfti ekki að leita. Hann sagði það sjálfur. í sjálfu sér er
ekki goft að vita, hvernig Sæmundur gat vitað betur um þetta
en aðrir, en þetta sýnir, hve mikið mark var yfirleitt tekið á
þuí. sem Sæmundur fróði sagði. —