Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 82
338
í DÓMKIRK]UNNI í LUNDI
EIMREIÐIN
sitt hvoru megin við hana eru myndirnar skornar, sem eink-
um vekja athygli mína. Oðru megin er ljón, sem hefir beygt
mann undir hramminn, hinu megin er María með Jesúbarnið.
Oðru megin er kaldur leikur tilverustríðsins, hinu megin lof-
orð um endurlausn og eilífa sælu. Oðru megin er djöfullinn í
ímynd rándýrsins, sem hefir beygt manninn niður í forina,
hinu megin er barnið, sem kendi honum að Iíta til hæða og
sjá þar himneskan föður.
Og nú hafa myndirnar tekið mig föstum tökum, og þreytan
er gleymd. Eg geng fram fyrir altarið, og skoða altaristöfluna
með Kristsmyndina á krossinum, og út frá henni dýrlinga-
myndir, skornar í fílabein. Síðan geng eg frá einni dýrlings-
myndinni til annarar. Og svo skoða eg myndirnar, sem mál-
aðar eru á gluggana og uppi í hvelfingunni. Vfir mig hefir
færst ró og helgifriður kirkjunnar. Það hefir fallið á mig
bjarmi af ljósi því, sem brann í sál þeirra, sem gáfu guði Hf
sitt, manna, sem lifðu undir lögum andlega lífsins, urðu and-
legar hetjur, hálfguðir. Spurningarnar hafa vikið fyrir mynd
hans, sem lifði sannleikann, hans, sem dó á krossinum fyrir
sannleikann, sem hann hafði lifað, og síðan varð konungur
sannleikans og helgidóma okkar kynslóð eftir kynslóð. Er það
hugsanlegt að sá sannleikur, sem svo heilt hefir verið lifað
fyrir, sé tál og blekking? Sérhver dýrlingsmyndin ofan af
veggnum kemur fram og vitnar á móti því. lieilt líf getur
ekki verið bpgt á lygi, og sundrað líf getur ekki verið bygf
á sannleik. Þegar við getum ekki sjálf svarað spurningum
okkar, eigum við að leita til hans, sem heilast hefir lifað, off
leita til hans eins og börn.