Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 89
eimreiðin
DR. LOUIS WESTENRA SAMBON
345
Eðlur, snákar, kóngulær og kuðungakrabbar voru hvers-
dagslega leikdýr mín. Eg þekti það, hvernig hinn brothætti
hali á gekko vex aftur, þó hann brotni, hvernig snákar svelgja
í sig rottur, hvernig garð-kóngulóin verður ósýnileg. Eg þekti
hinn óvenjulega kraft hrökkviskötunnar(þessararlifandi rafmagns-
hlöðu), er notaður var, löngu áður en Leyden-flaskan var upp-
fundin, af forngrískum og rómverskum læknum við meðferð
taugasjúkdóma — og eg hafði athugað lifnaðarhætti ostru-
krabbans, sem ásamt einu af þeim dýrum, sem hann snýkir á
(pinna), var hafður í egiptsku myndaletri til að tákna bjargar-
leysi vinalausra manna. — — Eg var nokkur sumur við fiski
í Miðjarðarhafinu, önnur gekk eg á fjöll í Sviss. 1878 fór eg
á heims-kaupstefnuna í París og var þar nokkra stund í barna-
legum bollaleggingum inni í hinum mikla koparhaus á líkn-
eskju frelsisgyðjunnar eftir Bartholdi, sem nú stendur á Bed-
loe-ey í höfninni í New-Vork«.
Sambon lagði nú stund á læknisfræði, og varð doktor í
henni við háskólann í Neapel 1893. Á stúdentsárum hans, 1884,
hom mikil kólerupest í Neapel, og var Sambon einn af þeim
fffiknum, er bærinn skipaði til að berjast gegn pestinni. Eitt
af því, sem þá vakti athygli hans, var hinn mikíi flugna-
sveimur kringum deyjandi sjúklingana, er virtist drekka í sig
uPPsölu þeirra, og skreið á matnurn. Hugkvæmdist honum þá
begar, að flugurnar mundu vera hættulegir sóttberendur, enda
hafa ýmsar merkustu rannsóknir hans síðan lotið að því,
hvernig flugur færa mönnum sýkla.
Það yrði of langt mál, enda ekki mitt meðfæri, að rekja
hér vísindaferil dr. Sambons og geta uni öll þau rannsóknar-
störf, sem hann hefir haft með höndum og verið falin, bæði
af stjórn Ítalíu og Bretlands. Árið 1897 settist dr. Sambon
að í London. Það ár skrifaði hann ritgerð, er vakti mikla at-
hvflli og var illa tekið af mörgum. Hann leitaðist þar við að
sVna fram á, að hvítir menn gætu vel ílendst (akklimatiserast)
1 hitabeltinu, vaxið þar og vel dafnað, ef ekki væru sjúk-
dómar þeir, sem þar eru landlægir. Hitabettisloftslagið sjálft
yæri ekki óholt, sjúkdómarnir væru því ekki að kenna, heldur
snýklunum (parasites), og því mætti hvarvetna gera heitu
°ndin byggileg hvítum mönnum, ef snýklunum væri útrýmt.