Eimreiðin - 01.12.1922, Side 96
352
ÞINGVALLAF0R
eimreiðin
heimsins okkar, höggvin í basalt af voldugum hamri Einars
]ónssonar.
Meðfram veginum á hægri hönd hafa stórar steinvörður
verið reistar, til að vísa ferðamönnum veg, þegar landið er
undir snjó. Aflangur steinn skagar út úr vörðunni ofanverðri
og bendir á veginn. Mér er sagt að hrafnar, sem nú eru
farnir til að boða komu konungsins, sitji altaf á þessum
fingravörðum, og fari hin prestlega fjaðrahempa þeirra vel við
svartar vörðurnar. Þarna sitja þeir, blaka vængjum, krunka,
gala og bomsa. Heimildarmaður minn segir: »Þeir virðast
altaf vera rétt komnir að því að vitna í ritninguna«. Honum
skjátlast: Þessir »Ijótu, leiðu, myrku, mögru, mösknu-fuglar
eða djöflar« hafa altaf hugann á holdlegum efnum og erti að
harma fornar hryðjualdir vígamanna og ræningja, þegar nóg
var af manna- og nautaslátri. Það er því ekki furða þó við-
kvæði þeirra sé: »Aldrei, aldrei meir!«
Vér erum nú komnir á heiðina þar sem hún er hæst (1222
fet yfir sjávarmál) og veginum fer að halla ofan í móti. Ut-
sýnið fram undan er ljómandi, því að nú er að birta yfir-
Umhverfis eru öldumynduð bláfjöll, með smágerðum snjó-
kniplingum. Hæsti tindur í sólfáðri fjallaröðinni á hægri hlið
vora, eru hinar snæviþöktu Súlur, 3571 fet yfir sjávarflöt.
Sum fjöllin til vinstri handar, ljósgul að lit, eru stórir líparít-
pyramídar.
Vér förum fram hjá dálitlu steinskýli (sæluhúsi), þar sent
ferðamenn, þegar snögglega brestur á, geta leitað sér hælis
og fundið ekki aðeins skýli, heldur og eldsneyti, vatn og f®*1'
að því er mér er sagt. Margur kaldur, þreyttur, fannbarinn
ferðalangur hefir átt þessum sæluhúsum lífið að launa.
hefir það borið við, að menn hafa fundist helfrosnir innan
veggja þeirra, er þeir náðu þangað ofseint og voru orðnir of'
dasaðir og sljóvir til að færa sér hressingu og eldsneyti í nvJ>
aðrir, er voru að ná sér, og þó enn með óráði, þóttust heyra
marra í snjónum undan hestum, er væru að skjögra að kof'
anum, og hottið í aðframkomnum mönnum, hásum af kuWa
og þreytu. Sumir hafa séð menn, sem ekki voru þarna'
Magnaðar draugasögur eru til um það, að í grenjandi blm
ösku byljum, sem hverjum manni er ólíft úti í, komi stundum