Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 100
356
ÞINGVALLAF0R
EIMREIÐIN
ur-, suður- og vesturströnd þess, eins og spælabrot í brotnu
hjóli. Norðan að vatninu liggur endinn á hraunbreiðunni milli
gjánna, í mosareifi, og Oxarársandur, að vestan sprungin brún
hásléttunnar, að austan og sunnan brött fjöll: Arnarfell, Mið-
fell, Búrfell, Hengill — nú í tígulegum purpuraskikkjum. Ur
mynni á suðausturenda vatnsins rennur Sogið sem slanga, er
sýgur vatn þess, eins og nafnið bendir til. Ekkert segl sést
á hinu friðsæla vatni, ekkert gárar flöt þess, nema fiskar
sem vaka.
Vatnið er fult af silungi, bleikju og urriða, og er það ein-
mitt fiskur á konungsborð. Fiskurinn af urriðanum er rós-
rauður, en af bleikjunni með lítið eitt rauðgulum blæ, hvor-
tveggja bráðfeitur og óviðjafnanlega bragðgóður. Annar með-
limur uggaþjóðarinnar er þarna líka: hið herskáa hornsíli
(Gasterosteus), ofurlítill velsporaður vígabarði vatnspyttanna,
er gerir hreiður með handstúkulagi, af engu minni list en
vefarafuglinn, og gætir eggja og unga ræktarlausra og ómóð-
urlegra maka sinna, með trú og dygð fram í rauðan dauð-
ann. Hreiður hornsílisins er gert úr smágervum jurtatægjum,
tengdum saman með sterkum silkiþræði, er myndast í nýrun-
um og kemur frá blöðrunni, þegar hornsílið er fullþroska og
hinn hugrakki litli riddari kemur til burtreiðar í ljómandi
purpuralitum brúðkaupsklæðum.
Þarna eru ýmsar tegundir af vatnabobbum af Limnaea-,
Pisidium- og Lepiduvus- kyni og lirfur og púpur margra
vatnaskordýra. Gnótt er af reki og er það einkum smákrabba-
dýr (Daphnia, Diaptomus, Cpelops), hjóldýr (Rotifera) og fá-
einar tegundir af kísilþörungum (Melosirae, Asterionel/a o. s.
frv.), Af augljósum vatnaplöntum skal eg að eins nefna Rivu-
laria cplindrica, blágrænan þörung með löngum svipu-líkum
þráðunt og tvær stórar grænþörungategundir, Chara og Nitella
sern vaxa á fimtíu til níutíu feta dýpi. Fjöldi fugla: sefandir,
lómar, sendlingar, maríuerlur, tjaldar, andir, gæsir, máfar,
trönur, hegrar og svanir, lifa á því, eða á ströndum þess, eða
fljúga yfir ljómandi safírbláan flötinn, og með þeim svífur
andi fegurðarinnar, því að hvar getur indælli sjón?
Þingvallasléttan með vatninu, ánni og hamraveggnum minnir
mig á svæðið kringum Avernus vatnið, þar sem VirgiII setti