Eimreiðin - 01.12.1922, Side 103
EIMREIÐIN
ÞINGVALLAF0R
359
alt í einu á brún hengiflugsins, og eins og jagúar stekk-
ur á tapírahjörð, hendist hún á svipstundu, dunandi og freyð-
andi á dökkgrá stuðlabjörg, er liggja í þyrpingu í og í
kringum djúpan hyl við rætur bergsins.
Á slíkum stað mætti búast við að mæta dýrunum ógurlegu,
er vörnuðu Dante vegarins í myrkviðinum forðum, jagúarnum,
ljóninu og úlfynjunni mögru. Og þarna eru þau reyndar!
steypast öll saman ofan í einu bræði-froðu-kófi: snjóhvíti lé-
barðinn að norðan, sandlita ljónið og vetrarvaður blágrárra
úlfa, sem vel má vera að einhverntíma hafi verið flokkur guð-
lausra manna. Líttu á þau þegar þau koma á brúnina; þau
virðast nema staðar sem snöggvast og geysast svo fram í
tryltum vígamóð. Hlustaðu á! Þau urra, ýlfra, hvæsa, frísa,
öskra og drynja ógurlega. Má ekki, þar sem æðandi flóðið
skellur í stórgrýtisurðina fyrir neðan, sjá voðastökkið, heljar-
hramminn, sem lýstur banahögg, leiftrið í logandi augunum,
skína í hvítar vígtennurnar, glampa á mislitan hrygg og froðu-
hvítan kvið? Hve það er undarlegt, þetta samband forms- og
litarfegurðar og æðistrylts eðlis, tignar og grimdar, mjúkleiks
og þokka og óbifandi eyðingarfýsnar. En Oxará verður naum-
ast með orðum lýst, þar sem hún hendist í gagnsæjum krist-
allsdyngjum ofan í gjána.
Og lítið nú á hana þar sem hún rennur ofan gjána milli
hinna háu hamraveggja. Hún freyðir, niðar og dunar yfir stór-
grýtisbjörgin og milli þeirra. Feldurinn hennar fagurhvíti er
allur með svörtum flekkjum. Þar sem hún finnur hlið í lægri
hamravegginn tekur hún enn eitt stökk með háum dyn, nálg-
ast svo vatnið, teygir úr sér endilangri á flötum söndunum
og mókir suðandi og malandi eins og kátur og fullur köttur.
Á stórum votum steini rétt neðan við fossinn sé eg frú
Björnsson, er starir inn í leiftrandi augu gnýjandans. Hún
minnir á konur, er verða frægar fyrir það að temja villidýr
og standa óskelfdar hjá strókum af ljónum, tígrum og jagú-
örum, en regnbogalitur úði skýst til og sleikir hendur hennar
°g andlit góðlátlega eins og lébarðahvolpur.
Eg klifrast upp fyrir fossinn og gefur mér þar góða fugl-
sýn af dalnum milli gjánna og vatninu í fangi hans. Það
niinnir mig á japönsku skjaldbökuna, sem segir af í þjóðsög-