Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 105
EIMREIÐIN
ÞINGVALLAF0R
361
afskiflum annara. Leiðin þangað var af náttúrunnar hendi svo
mjó, að auðvelt var að verja.
Efst á þessum kletti situr nú hinn sérstaki konungsmálari,
hávaxinn, fríður og góðlegur Dani og dregur mynd af útsjón-
inni yfir vatnið, aðdáanlega vel og fimlega.
Af brúnni yfir Nikulásargjá horfum vér ofan í gjána.
Vatnið er svo furðulega tært, að smæstu hlutir sjást skýrt á
miklu dýpi. Fjöldi silfurpeninga, er menn hafa leikið sér að
að kasta í vatnið, liggja þar á mosa- eða þang-koddum, og
sýnast stærri, bjartari og nær gegnum kristallstært vatnið. Þetta
stækkunarmagn vatnsins hefir lengi verið kunnugt, Seneca
segir í sínum Quaestiones naturales, þar sem hann er að
skýra það hvernig regnboginn kemur frarn: »Hver hlutur sýn-
ist miklu stærri þegar menn sjá hann í gegnum vatn«, og
Macrobius segir oss, að rómverskir veitingamenn á hans dög-
um voru vanir að setja við veitingahúsdyrnar hjá sér egg,
grænmeti og ávexti í glerkerum fullum af vatni, svo að mat-
væli þeirra virtust stærri og girnilegri en þau voru í raun og
veru. En vatnið í þessum gjám er merkilegt, ekki svo mjög
fyrir það hve algerlega tært það er og hve mikið það stækkar,
sem fyrir hitt hve geysifagrir og breytilegir litir þess eru.
Horfið beint ofan í vatnið, og þér munuð sjá það fagurlega
grænt með blæbrigðum frá malakít og smaragð yfir í dökk-
asta brons, þó að það þegar dýpra kemur, sé nálega blek-
svart. Horfið nú á það á ská, og það verður himinblátt, heið-
blátt, Prússablátt eða sterkblátt, en yfir bæði græna og bláa
litnum leika glampar af purpura, fjólubláu og gulli eins og
siást í kristallsstrendingum, skelplötu og sápubólum. Þessir löngu
vatnsálar í djúpri og þröngri hamragjánni eru því tilsýndar
sem regnbogaslöngur, er teygja úr sínum ljómandi, bragandi
bugðurn, eða eins og bláir og grænir purpuraroðnir hálsar á
Páfuglum á Ceylon eða í Birma.
Þetta skæra vatn, logandi eins og eldur, kalt sem ísinn, líð-
Ur svo mjúklega milli stuðlabergsveggjanna, að ætla mætti
að það stæði kyrt, ef ekki væru þaraþræðirnir, sem teygj-
ast í áttina sem það rennur í. Frá neðanjarðar æðum
sfreymir þessi töfrakristall fullur af dásamlegri fegurð, skrýdd-
llr vökvasilki og gimsteinagliti. Hann hrífur hvert hjarta með