Eimreiðin - 01.12.1922, Page 106
362
ÞINGVALLAF0R
EIMREIÐIN
alsigrandi töfrum ljóss og ljóma, hverfur um djúpar, ósýnilegar
æðar og rennur að bkum út í bláa vatnið mikla. Að vatnið í
gjánum stendur í sambandi við stöðuvatnið, sanna silungarnir,
er stundnm koma upp í þær hópum saman.
Eg lít upp í gjáveggina og sé að þeir eru tjaldaðir græn-
um mosabreiðum, lögðum fögrum burknum. Hátt uppi, rétt á
gjábarminum, eru margar plöntur rétt komnar að því að falla,
svo ákafar virðast þær að gægjast ofan í gjána, og með þeim
gægist hinn gullni guð ljóssins sjálfur. Það er líka kunnugt,
að vagninn hans svífur kringum þennan stað mánuðum saman,
bæði dag og nótt. Hver veit nema þessi djúpu vötn séu bú-
staður dáfagurra dísa? Eru engar hafmeyjar á Þingvöllum?
Jú, víst, hvað ætti hún Hallgerður lævísa að hafa verið annað,
hún sem seiddi hann Gunnar í glötunina! Sá tigni maður sá
hana fyrst við búðardyrnar hennar hjá vatninu. Hún var ný-
stigin úr lauginni og kembdi hár sitt langt og hrynjandi eins
og sönnum hafmeyjum er títt.
Eg get ekki slitið mig burt. Vatnsdísin heillar mig, hinn frá-
bæri yndisleiki kristallsvatnsins færir mér unað, sem engin
önnur skynjan má veita. Eins og hinn skygni starir á skygða
kúlu úr bergkristalli eða beryl, reyni eg líka að rjúfa blæjuna
er skilur hið »verulega líf« umhverfis oss frá andlega lífinu,
sem er enn þá verulegra fyrir þá sem trúa. »Hof Demeter í
Patras«, segir Pausanias, »á óskeikandi véfrétt í sinni helgu
lind«. Svo munu og hin bláu berylvötn á Þingvöllum gædd
sannleikskrafti og megna að vekja vitranir, ef horft er í þau
af hreinu hjarta.
G. F. þýddi.