Eimreiðin - 01.12.1922, Page 109
EIMREIÐIN
T í m a v é 1 i n.
Eftir H. G. Wells.
(Framhald)
Eu nú er eg kominn frá efninu. Eg var að segja ykkur
frá máltíðinni, þessari fyrstu máltíð minni í ókomna tímanum.
Þegar eg var búinn að svala mér nokkurnveginn, hugsaði eg
mér, að fara nú að gera alvarlega tilraun að skilja þetta fólk
og láta það skilja mig. Það var auðsjáanlega það, sem fyrst
og fremst þurfti að gera. Það var þá best og handhægast,
að byrja á ávöxtunum. Tók eg einn þeirra, hélt honum á
lofti og lét í Ijós, að eg vildi fá að vita hvað hann héti. Mér
Sekk illa að láta þá skilja, hvað eg átti við. Fyrst í stað
góndu þeir á mig alveg undrandi og svo hlógu þeir, en alt í
einu kom lítil ljóshærð vera fram og sýndist skilja hvað eg
átti við og tók upp sama orðið aftur og aftur. Þeir stungu
saman nefjum og ræddu málið mikið sín á milli, og þegar
eg var fyrst að reyna að ná þessum linu og mjúku orðum
þeirra, hlógu þeir mjög dátt, og skeyttu ekkert um neinar
kurteisisreglur eða hæversku. En mér fanst eg vera einsog
skólameistari innan um börn og hélt fast við áform mitt, að
^ra mál þeirra, og bráðlega voru það ekki svo fá nafnorð,
sem eg kunni. Smátt og smátt fikaði eg mig áfram út í lýs-
■ngarorðin, og svo fékk eg sagnorðið »að eta«. En hægt og
þ'tandi gekk það, og þetta smáfólk sýndist mjög fljótt þreytast
°9 fór að laumast burt frá kenslunni, svo að eg hugsaði mér,
það mundi ekki verða hjá því komist, að láta þá kenna
mer smátt og smátt og án þess að þeir yrðu eiginlega varir
v'ð. En það var injög erfitt, því að eg hefi aldrei vitað latari
verur eða fljótari að gefast upp.
VI. SÓLARLAG MANNKVNSINS.
^ð einu komst eg brátt, og þótti það kynlegt, og það var,
Ve gjörsamlega þessir litlu menn mínir voru áhugalausir um
a *• Þeir þyrptust oft utan um mig með undrunarópum eins