Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 116

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 116
372 TÍMAVÉLIN EIMREIÐIN Það var eins og svipuhögg beint framan í andlitið. Átti eg að missa mína eigin öld og verða lokaður vægðarlaust inni í þessari undarlegu nýju veröld? Eg skal segja ykkur það, að þessi hugsun ein olli mér beinlínis líkamlegra þjáninga. Mér fanst hún spenna heljargreipum um hálsinn á mér, eins og hún ætlaði að kyrkja mig. Á næsta augnabliki var eg kominn á flugaferð niður eftir hlíðinni. Eg fékk stóra byltu, og hrufl- aði mig í andlitinu. Eg hirti ekki að stöðva blóðrásina, heldur spratt á fætur og hentist áfram með blóðið lagandi úr sárinu. Eg tautaði í sífellu með sjálfum mér: »Þeir hafa fært hana eitthvað til, skotið henni af gangveginum undir runnana«. En mér var jafn órótt, og eg hljóp eins og fætur toguðu. Það er stundum eins og óttinn gæði mann einkennilegri skarpskygni, og eg vissi það alveg upp á víst, hvað sem eg reyndi að tauta, að eg var búinn að missa vélina. Eg varð ákaflega móður. Eg fór alla leiðina frá brúninni niður á flötina, líklega um tvær mílur, á um tíu mínútum. Eg úthúðaði sjálfum mér á leiðinni, fyrir þessa dæmalausu heimsku, að skilja við vél- ina, og varð ennþá móðari af því að skamma sjálfan mig. Eg æpti hástöfum, en enginn svaraði. Það var ekkert lífsmark að sjá nokkursstaðar. Allstaðar tunglsljósið, kuldalegt og kyrlátt. Þegar eg komst á flötina sá eg að ótti minn var ekki ástæðulaus. Þar sást ekki tangur né tetur af vélinni. Það færðist um mig magnleysi og kuldaflog er eg horfði á þessa auðu flöt. Eg æddi umhverfis flötina eins og tryltur maður, eins og eg vænti þess, að vélin væri falin einhversstaðar úti í horni. En svo stansaði eg alt í einu og reif í hár mitt. Uppi yfir mér gnæfði sfinxinn á málmstallinum, hvítur, skygður og holdsveikur í tunglsljósinu. Hann sýndist glotta illyrmislega að neyð minni. Eg hefði nú getað huggað mig við það, að litla fólkið mundi hafa gert það í greiðaskini við mig, að koma vélinni einhversstaðar undir þak fyrir nóttina, en eg þóttist alveg viss um að þeir hefðu hvorki haft hugsun á slíku né krafta til þess. Það var þetta, sem mér ógnaði mest af öllu: Einhver óljós grunur um að eg ætti hér að tefla við óþekt máttarvöld, og að vélin væri af þeirra völdum horfin. Eina huggunin var sú, að eg þóttist alveg viss um, að vélin hefði ekki hreyfst i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.