Eimreiðin - 01.01.1924, Side 21
eimreiðin
AÐ LOGBERGl
17
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Iögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.
Þessi niðurlæging, sem hinn forni þingstaður er kominn í,
verður að afmást. Þingið verður að reisa úr rústum — á
Þingvöllum. — Tómas Sæmundsson ritar um það sínar eld-
heitu eggjanir til þjóðarinnar. Eitt með því síðasta, sem hann
ritar, er þáttur um alþing, prentaður sama árið og hann lést.
Þá hafði Kristján konungur áttundi skömmu áður (20. maí
1840) gefið út úrskurð um alþingissetning á Islandi. I úr-
skurðinum kemur fram sá vilji konungs, »að athugað sé ná-
kvæmlega, hvort ekki sé rétt, að þingið verði sem líkast hinu
gamla alþingi að orðið getur, sé haft á sama stað og hafi
sama nafn«. Svo mikinn fögnuð vakti þessi fregn í sál Tóm-
asar, að hann settist upp dauðvona á banasænginni og tók
að rita um fyrirkomulag þingsins. Hann færir þá og þau rök
fyrir sínum málstað um endurreisn alþingis á Þingvöllum, að
konungur vilji það, að þjóðin óski þess, og að það sé hvergi
með minni vandkvæðum að halda alþing en þar. En eftir-
tektaverðasta ástæða Tómasar fyrir því, að alþing eigi að
halda á Þingvöllum, er hinn andlegi kraftur, sem sá staður
hljóti að vekja. Tómas og aðrir Fjölnismenn trúðu á helgi
staðarins, trúðu því, að þar ættu verndarandar þjóðarinnar
hægast með að opna huga og hjörtu landsins barna og láta
áhrifa sinna gæta í stjórn landsins, löggjöf og sögu.
IV.
Alþingi kom aftur saman í Reykjavík árið 1845. Það var
þrekraun að koma því aftur á fót. Doðinn yfir þjóðinni var
enn þá mikill, og það þurfti dugnað til þess að halda hug-
rekkinu og áhuganum uppi. Enginn hefur fundið sárar til þess,
hve landsmenn sjálfir voru daufir og tómlátir í því mikla vel-
ferðarmáli, sem endurreisn alþingis var, en sjálfur foringinn,
]ón Sigurðsson. Sést það best af ritgerðum hans um alþing
í Nýjum Félagsritum, að honum hefur þótt nóg um tómlætið.
]ón Sigurðsson metur mikils ástæður Baldvins og Fjölnis-
2