Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 39
EIMRHIÐIN frumeindakenning NÚTÍMANS 35
^ægt að komast, að gera loftþrýstinguna að eins einn tíu
niljónasta hluta af því, seni venjulega er. En samt yrðu eftir
1 teningnum um þrjár biljónir sameinda.
Þrátt fyrir þá örðugleika, sem samkvæmt þessu hljóta að
yera á því að ákveða raunverulegan þunga á frumeindum og
sameindum, þá hefir það þó tekist. Nú er enginn möguleiki
til þess að einangra eina frumeind eða sameind og bregða
þeim á vog, því til þess að unt sé að vega á allra nákvæm-
ustu vogir, sem þekkjast, þarf að minsta kosti 6,5 biljónir af
Þvngstu frumeindinni. Venjuleg smásjá (Mikroskop) hefir tals-
yerða yfirburði yfir vogina, en til þess að unt sé að sjá nokk-
uð, þarf tala sameindanna þó að skifta jafnvel hundruðum
^iljóna.
Þar sem vogin bregst þannig löngu áður en komið er
að einstökum frumeindum og sameindum, verður að finna
aðra leið. Þá liggur beinast við að reyna að ákveða sam-
emdafjöldann í ákveðnum þunga af efninu. Ef það tækist, er
anðfundinn þunginn af hverri sameind. Þetta sýnist að vísu
eÞki árennilegt, en til þess eru þó allmargar aðferðir, og
Þegar að því er gætt, að bygt er á mismunandi grundvelli í
hyert sinn, og öllum útkomunum ber að minsta kosti nokkurn
Veginn saman, þá er varla hægt að efast lengur um, að frum-
emdir og sameindir séu í raun og veru til.
Það er auðsætt, að ekki þarf að gera þessa ákvörðun á
sameindafjöldanum við öll frumefnin, þegar til er samanburður
sa, sem eg hefi áður talað um, á frumeindaþunganum. Þekk-
■st t. d. frumeindaþungi vetnisins, þarf ekki annað en marg-
falda hann með hér um bil 16, til þess að finna frumeinda-
Þunga súrefnisins, með rúmlega 106, til þess að fá frumeinda-
tunga silfurs o. s. frv. Þungi vetnisfrumeindarinnar hefir reynst
1.64 : 1024 gr.i) Af þessu er hægt að reikna út, að í einu
Sfammi af vetni eru urn 600,000 triljónir frumeinda. I einu
Srammi af úranium, sem hefir hæstan frumeindaþunga, verða
Uui 2,500 triljónir frumeinda.
Þó menn vissu nú alt þetta um frumeindirnar, þá átti þó
eftir að koma í ljós ýmislegt, sem var enn þá merkilegra.
1) ÍO24 (10 í 24. veldi) er = 1 meÖ 24 núllum aflan viö.