Eimreiðin - 01.01.1924, Side 47
Eimreiðin FRUMEINDAKENNING NÚTÍMANS 43
*• d. helium, sem hefir nákvæmlega frumeindarþungann 4.
I sólefnisfrumeindinni hlytu að vera 4 vetnisfrumeindir, en
þungi hverrar er rúmlega einn, og við sameiningu þeirra
virðist því nokkuð af efninu hafa farið forgörðum. Sama gildir
bsgar um myndun á öðrum frumeindum er að ræða. Þetta
er mjög merkilegt atriði og þarfnast auðvitað skýringar,
enda hafa menn spreytt sig á því. Eg ætla að eins að benda
hér á, að því hefir verið haldið fram, að efni og orka geti
komið hvert í stað annars, og menn hafa þótst geta reiknað
dt, að orkan, sem losnar ef 1 gr. af vetni breytist í helium,
nemi um 200,000 kílóvattstundum. Ennfremur hefir verið
reiknað út, að orkan, sem losnaði við það, að '/io af öllu
vetni í sólunni breyttist í sólefni, mundi nægja til þess að
viðhalda núverandi útgeislun hennar í 1000 miljónir ára. Það
er geysimikil orka, sem þarna liggur hulin, og ef það auðn-
aðist að leysa hana úr fjötrum, þá væri þar um meiri orku-
l>nd að ræða, en nokkru sinni hefir þekst áður. En sá mögu-
'eiki er líka til, að þegar orkan leysist úr læðingi, verði hún
óviðráðanleg, og þá sundrist eða sameinist fleira, en til er
ætlast. Það væri engin fjarstæða að hugsa sér, að ef tilraun
1 þessa átt hepnaðist, þá breyttist á svipstundu alt vetni á
lörðunni í sólefni og önnur efni, er þeyttust út í himingeim-
lnn sem glóandi stjarna. Menn hafa jafnvel látið sér detta
Það í hug, að ýmsar stórbyltingar í himingeimnum, að nýjar
stjörnur myndast o. s. frv., eigi einmitt rót sína að rekja fil
Þess, að skynsemi gæddar verur á öðrum hnöttum hafi farið
*engra en heppilegt var í tilraunum sínum. En hvað sem því
líður, þá er vonandi, að þetta mikla'afl losni^ ekki án þess,
að um leið verði hægt að Ieggja við það beislið á einhvern
hátt, og nota til þess að gera með því meiri undraverk, en
n°kkru sinni hafa gerð verið áður.
I sambandi við uppgötvun Rutherfords um klofningu á
ffumeindategundum þeim, sem eg áður hefi minst á, hefir oft
verið um það talað, hvort ekki mundi hægt að breyta einu
frumefni í annað eftir vild, meðal annars að búa til gull. Að
e,ú frumefni getur breyst í annað vita menn af ummyndun
hinna geislamögnuðu efna. En því hafa menn ekkert vald yfir,
°9 þó svo væri, að radium héldi áfram að klofna og yrði