Eimreiðin - 01.01.1924, Page 58
54
NÝLENDA ÍSLANDS
EIMREIÐIN
mörk segir hann, að ]. S. hafi »tvímælalaust gerhrakið* kenn-
ingar próf. Larsens, í hinu þjóðkunna riti hans, er lagð'
grundvöllinn undir álit lögfræðinga og stjórnenda Dana um
langt skeið, á þann veg að Island væri óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis (sbr. Maurer: Stjórnmálasaga Islands, 1880, bls.
315). Sami höf. fullyrðir og, að »ísland hafi eftir sáttmálann
verið frjálst sambandsland Noregs með konungseining*.
frelsi sem hann segir, að Grænland hafi haft frá upphafi.
getur því einungis verið bygt á þeirri fornu skipun, er glatað-
ist við gamla sáttmála, en það var einstaklingsfrelsið gagn-
vart hinu almenna framkvæmdarvaldi. Annars er vert að gefa
þess um leið, að Maurer mun í þessari framsetning sinni um
stöðu Grænlands hafa án nánari sjálfstæðra athugana tekið
upp ummæli C. Pingels, sem eru sett fram (sbr. »Söguleg
minnismerki Grænl.« III, 627) án þess að sá höf. sjálfur hafi
viljað byggja neitt á þeim um það efni, sem þeir Finnur og
Rafn ætluðu honum að rannsaka, en það var um tilraunir seinni
tíma til þess að endurfinna hinar gleymdu leiðir til Grænlend-
inga. Tveir þektir íslenskir rithöfundar, próf. F. ]ónsson og
bókavörður Halldór Hermannsson hafa, án þess að glöggva
sig frekar á málinu, lagt orð á móti íslandi í deilunni um
Grænland, á grundvelli þess misskilnings, sem eg hef nú bent
á, og nefni eg það hér einungis vegna þess, að þeir eru báðir
í slíkri stöðu, að ummæli þeirra um þetta mál geta vegið
talsvert hjá þeim útlendingum, sem eru af einhverjum orsök-
um andstæðir öllum kröfum til Grænlands af hálfu íslendinga.
Orð Pingels, sem hér er átt við, eru á þessa leið: »Grænland
hélt áfram að standa í nánu og innilegu, en alveg sjálfstæðu
sambandi við þetta næsta(!) móðurland sitt, þangað til bæði
löndin glötuðu stjórnskipulegu frelsi sínu á síðasta hluta 13.
aldar« (þ. e. með sáttmálanum).
Næst á eftir námi og bygging Grænlands frá íslandi kemur sá
meginatburður í sögu nýlendunnar, að þar er tekin kristni, um
sama leyti sem varð í móðurlandinu, og breytir það auðvitað engu
um ríkistengsli þessara landa í sjálfu sér. En á hinn bóginn er
það auðsætt, að upp frá því verða miklu nánari sambönd öll við
Noreg og áhrif þaðan, einnig um rétt og stjórnskipun, er vest-
lægu löndin bæði eru komin undir yfirráð erlendrar kirkju-