Eimreiðin - 01.01.1924, Page 59
ElMRElÐIN
NÝLENDA ÍSLANDS
55
sMÓrnar. Það væri alveg hluifallslaust, að fara hér út í ein-
staka viðburði, sem orðið hafa í þessa átt; að eins virðist
astæða til að taka fram, að krafa hins nýja siðar og viðleitni
hinna norsku konunga til þess að ná yfirráðum yfir löndum
yorum mættust og féllust í faðma við afnám hinnar gömlu
siálftöku einstakra manna um eiginn rétt (sbr. sáttmálann 1262).
I hinu langvarandi stjórnmálastríði við Dani á umliðinni
?ld kom það í ljós og var viðurkent alment, að frelsiskrafa
Islands stæði, eða félli. með því hvernig líta bæri á merking
^ssa samnings milli konungs og alþingis. Og enda þótt ís-
lendingar sjálfir geti talist hafa sannfærst um, að landsrétt-
>ndi vor frá elstu tímum hafi haldist óskert eftir sem áður,
Vantaði mikið á það, að danskir lögfræðingar væru á sama
máli, sbr. t. d. hina þrálátu neitun íslandsráðherra Nellemanns
Sagnvart kröfum »endurskoðunarflokksins«. En nú þegar Is-
land er orðið frjálst ríki í konungseining með Dönum, án þess
að dönsku grundvallarlögunum hafi verið breytt, er þessi
eldri skoðun Dana um gamla sáttmála algerlega kveðin niður,
°9 er réttmætt að líta á hinn stórvægilega, stjórnskipulega
atburð í réttarsögu hinnar miklu nýlendu vorrar frá því
siónarmiði.
Eins og þegar var sagt hlutu krisnir menn að líta alt annan
veg á réttarrekstur hins einstaka manns heldur en goðar ogþing-
faenn hins eldri siðar. — Þar sem hugirnir voru djúpt rótfestir
' gamalli kristinni menningu, eins og meðal erlendra höfðingja
kirkjunnar, hlutu blóðhefndir og ofbeldisverk íslenska lýðveld-
'sins að vekja andstygð og hneykslun. Og þótt hin kristnu
kærleiksboð kynnu enn að rista grunt hjá einum og öðrum
konungi Norðmanna, efldist óhjákvæmilega sú sannfæring við
hirðirnar eystra, að íslendingum væri það fyrir bestu að taka
nvja stjórnarskipun. Því hafa þau orð Vilhjálms kardinála verið
t>ung á metum hjá Hákoni gamla, »að það væri ósannlegt
að það land (ísland) þjónaði eigi undir einhvern konung sem
öll önnur í veröldinni*. En í þessum ummælum felst það jafn-
framt, að það var hið æðsta framkvæmdarvald, sem krafðist
til hinnar nýju skipanar; því auðvitað var þeim Hákoni og
Vilhjálmi báðum vel kunnugt, að ýms »lönd veraldarinnar«
höfðu fullkomna stjórnarskipun án konungs. Vfirleitt virðist