Eimreiðin - 01.01.1924, Side 60
56
NÝLENDA ÍSLANDS
eimreiðiN
svo sem alt of mikið sé einatt gert úr fíkn valda og ríkis-
víkkunar í Noregi gagnvart Islandi og Grænlandi, sem megin-
orsök til breytingarinnar 1261—’62, enda bendir sú aðferð,
sem beitt var til þess að koma samningum á, til þess miklu
fremur að boðorð kristninnar hafi ráðið mestu um hina nýju
ráðstöfun, bæði hjá íslendingum og Norðmönnum. Þannig er
sagt um Hinrik Karlsson biskup yfir Hólastifti (1247—’60).
sem sat þó einungis 5 ár að embætti sínu hér heima, að
honum hafi verið ekki síður ant um yfirráð konungsins yfir
Islandi, heldur en frelsarans. Af þessu og mörgu öðru verður
ráðið, að stofnun konungsvaldsins hefur einatt verið haldið
fram hér eins og siðabót. En öflugasti vitnisburður sögunnar
í þessa átt er þó aðferð konungs sjálfs að lokum, til þess að
koma samningum á. Hann lét erindreka sína ganga milli ein-
stakra (helstu) manna og fá þá til að heita því að taka kon-
ungsvald yfir sig, áður en málalok voru látin koma til kasta
alþingis. Þrír Grænlendingar, sem ætla má að hafi verið mikils
metnir bæði heima og í Noregi, tóku þetta að sér, þá er þeir
dvöldu í Noregi, fáum árum áður, og virðist lítil ástæða til
þess að efast um, að þeir hafi orðið við óskum konungs
aðallega vegna þess að hið gamla fyrirkomulag um réttar-
reksturinn var álitið ósamboðið hinni hærri og göfgari sið-
menningu. — Fjarlægðir og staðhættir í Grænlandi hafa
vitanlega gert þetta undirbúningsstarf erfitt og langt þar vestra.
A Islandi mun að mestu hafa verið unnið að þessu á einu
ári (1261); en á því sama ári komu Grænlendingarnir utan
og fluttu konungi fregnir um almennar, góðar undirtektir
landslýðsins þar. — Hafa sumir viljað telja þetta sönnun sjálf-
stæðrar ríkisstöðu Grænlands; en þegar athugað er fyrirkomu-
lag sambandsins milli móðurlands og nýlendu, og erfiðleik-
arnir við siglingar til Grænlands, getur engan furðað, þótt
lengri tími væri ætlaður til undirbúnings þessa í nýlendunni,
heldur en hér á landi. A hinn bóginn er það víst, að gamli
sáttmáli var gerður samhliða milli konungs og íslenskra þegna
í báðum löndum. Um afsal landsréttar var í hvorugu land-
inu að ræða, eins og nú verður að viðurkennast af öllum,
eftir afdrif þrætunnar um eðli og réttarmerking gamla sátt-
mála milli Dana og íslendinga, eins og áður var á vikið.