Eimreiðin - 01.01.1924, Page 71
E'MREIÐIN
FRÁ FÆREYJUM
67
^einlegur keppinautur, og nú er svo komið, að Færeyingar
^afa neyðst til að selja skip sitt.
Rskiveiðar eru aðal-atvinna eyjarskeggja. Þeir eru sjósókn-
arar miklir og duglegir. Sækja þeir sjó allan ársins hring,
Vmist heima fyrir eða annarsstaðar, t. d. hér við land á sumrin.
Sérstök í sinni röð er grindaveiðin. Grindhvalir eða marsvín
er smávaxin hvalategund. Fáir stærri en 10 álnir. Seinni hluta
sumars koma oft stórar göngur þeirra til eyjanna. Verður þá
UPPÍ fótur og fit á öllum, þegar slík ganga sést. Menn hlaupa
b® úr bæ og hrópa: »Grindaboð«. Bál eru kynt til að gefa
°ðrum merki, sem fjær búa. Bátum er ýtt og róið fyrir grind-
'na og hún rekin á land með grjótkasti, ópum og óhljóðum.
t lendingu eru hvalirnir drepnir og skornir. Á meðan stendur
a skiftunum, gera menn sér oft glaða stund. Er þá dansað,
^rukkið og sungið yfir valnum. Skipshöfn sú, sem fyrst varð
Srindarinnar vör, fær stærsta hvalinn. Landhlutur er tekinn
af óskiftu, sömuleiðis fá menn hlut fyrir vinnu sína. Síðan er
skift á milli búenda í því héraði, sem veiðina ber að.
^ær þá hver sinn hlut jafnt, hvort sem hann hefur komið að
drápinu eða ekki. Grindakjötið og spikið er ágætt til átu.
^lestir venjast því fljótlega. — Þegar ég fór frá Færeyjum í
sumar, höfðu veiðst eitthvað um 800 grindhvalir samtals.
Jarðyrkju hefur lítið farið fram upp á síðkastið. Sjórinn
^regur fólkið til sín. Garðrækt er á líku stigi og hér. En
túnrækt er öllu skemur á veg komin. Ýmsir örðugleikar hindra
menn frá framkvæmdum á því sviði. Skifting jarða fer eftir
eldgamalli og úreltri löggjöf. Tún allra jarðeigenda í sama
P0rPÍ liggja saman í einni breiðu. í miðlungsþorpi eru túnin
ehki öllu stærri en stærðartún á íslandi. Ollu túninu er skift
°iður í smáskákir, sumar ekki stærri en sátuflekkur. Nú
skYldi maður ætla, að hver búandi ætti sína skák, en svo er
ehki. Hver búandi á margar skákir á víð og dreif um alf
lúnið. Ég hef séð uppdrátt af jarðeign eins stórbónda, sem
a,t' tún á 62 stöðum. Af þessu leiðir það, að hver verður að
Vaða yfir annars eign, og hestum verður illa við komið. Fæstir
tiafa meira en tveggja eða þriggja kýrfóðra fún. Á sumrin
eru kýr oftast hafðar í tjóðri og látnar bíta sama blettinn,
þangað til ekki sést stingandi strá eftir. Þær eru mjólkaðar