Eimreiðin - 01.01.1924, Side 73
EIMREIÐIN
FRA FÆREYJUM
69
skemst af að segja, að Færeyingar eru sú þjóð, sem líkist
Islendingum mest, fyrst og fremst að útliti og að mörgu leyti
a& innræti. Það leynir sér ekki, að báðar þjóðirnar eru brot
af sama kynstofni. Færeyingar standa alls ekki að baki ís-
lendingum í fríðleik og myndarskap. Það veit sá best, sem
um eyjarnar fer og kynnist fólkinu. Kátari og léttlyndari eru
beir en við. Þó geta lífsskilyrðin ekki verið orsök þess.
Þeirra líf er enn þá meira stríð og strit en okkar. Hitt veldur
sjálfsagt meiru, að þeir eru ekki eins einangraðir hver frá
öðrum. Fólkið í þorpunum þar hittist oftar og á meira saman
aö sælda en sveitafólkið á afskektu bæjunum hér.
Gáfnafar Færeyinga er betra en í meðallagi. Og margs
^onar lífsreynslu og ýms hyggindi, sem í hag koma, hafa þeir
fram yfir marga aðra. Lífið sjálft og lífsbaráttan hefur kent
þeim þær listir. Þeir eru sparneytnir og aðsjálir í öllu. Og
hvergi varð ég var við óhóf, hvorki í mat, klæðnaði né öðr-
Urn aðbúnaði. Lífið hefur kent þeim að bjargast við lítið og
notast við það, sem næst er fyrir hendi. Og þeir láta sér það
er>ga lægingu þykja. Bein afleiðing þessa er það, hvernig
efnin skiftast. Auðmenn eru fáir. Orbirgð er sjaldgæf. Flestir
Gru bjargálnamenn.
Stjórnarfari á Færeyjum er, eins og kunnugt er, þannig
þáttað, að eyjarnar eru eitt amt úr danska ríkinu, og er það
samband undarlega náið, þegar þess er gætt, að Færeyingar
eru, hvernig sem á er litið, algerlega sérstök þjóð, þó að lítil
Se- Þeir tala sitt eigið mál. Þeir hafa sína siði og sín ein-
henni á hvaða sviði sem er. Og í flestu eða öllu eru þeir
Serólíkir Dönum.
Eg býst við, að heldur þætti anda köldu í Dana garð, ef
rakin væru öll viðurskifti þeirra frændþjóðanna. En út í þá
sálma verður ekki langt farið hér. Þó verð ég að minnast
fám orðum á það, sem Færeyingum hefur verið verst gert.
En líklega hefur ekkert leikið þá eins hart og siðaskiftin.
Það væri öfugmæli, að kalla þau siðabót í Færeyjum. Með
þessum orðum á ég þó ekki við trúarskiftin sjálf. En það,
Serir þeim fylgir í Færeyjum, er í stuttu máli þetta: Móður-
ttálinu er vísað á bug úr kirkjunni og tekin upp danska í
sfaðinn, og þar við situr enn. Helmingur allra jarðeigna á