Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 75
E'MREIÐIN FRÁ FÆREYJUM 71
Vfirleitt. Hvort þeir eru margir, sem vilja fullan skiinað við
Oani, læt eg ósagt.
A þingi því, sem nú situr, eru flokkarnir jafnir. Þó mega
sambandsmenn sín betur í ýmsum málum, því að þegar jöfn eru
atkvæði, sker atkvæði amtmanns úr, en auðvitað er hann
sambandsmaður. Tveir Lögþingsmenn eiga sæti í Ríkisþinginu
^anska. Nú eru það þeir Effersöe og Samuelsen. Þeir eru
báðir sambandsmenn allheitir. í sumar sem leið sló heldur í
harðbakka með þeim Effersöe og Joannesi Patursyni. Sú
deila er víst almenningi kunn af blöðunum, og skal hún því
ekki rakin hér. Jóannes Paturson er kóngsbóndi á gamla höfuð-
bólinu, Kirkjubæ. Hann er foringi sjálfstjórnarmanna. — í
Kirkjubæ eru forn hús og fögur. Þar stendur enn stofa sú,
Sem sagt er að verið hafi skólastofa Sverris konungs. Skrif-
stofa Joannesar er hin sama og var biskupanna í kaþólskum
s'ð- I Kirkjubæ standa líka kirkjumúrar ævagamlir. I einum
Ve3gnum er skrín fornt greypt í múrinn, og eru í því ýmsir
helgir dómar, meðal annars bein úr Þorláki helga.
Síðan um siðaskifti hafa verið danskir prestar í Færeyjum.
^lestir þeirra eru danskir enn. Fæstir af þeim læra færeysku.
^rá altarinu má aldrei heyrast færeyskt orð. Þó er helgisiða-
bókin til þýdd á færeysku. En nú í tvö ár hefur staðið á leyfi
að nota bókina, og er það ófengið enn. Prédikun má flytja á
færeysku, en þó þarf til þess sérstakt leyfi frá æðri stöðum.
Og ekki mega þær fara fram úr vissum fjölda á ári í hverri
kirkju.
I skólunum er sama uppi á teningnum. Danskan má heita
e'nráð. Barnaskólakerfið er sniðið eftir því danska, og er það
Vfirleitt í góðu lagi, frá því sjónarmiði séð. Barnakennarar
eru færeyskir. En fyrirskipað er, að öll kensla fari fram á
dönsku. Þó er sú undanþága, að tala megi til útskýringar á
faereysku við allra yngstu börnin, sem ekki skilja stakt orð í
dönsku. Kennaraskóli er í Þórshöfn í sambandi við gagnfræða-
sl<ólann þar, og eru það æðstu skólastofnanir Færeyinga. I
Þeim báðum fer kenslan fram á dönsku. í kennaraskólanum
eru 6 stundir á viku í dönsku, en 2 st. í færeysku. I gagn-
fraeðaskólanum eru 5 deildir. í þrem fyrstu er færeyska í
2 st. á viku, í 4. deild mega nemendur velja á milli fær-