Eimreiðin - 01.01.1924, Page 83
EIMReiðin spiritisminn eflist á enqlandi
79
Ur og hann. Fyrir nokkurum mánuðum trúði hann ekki á fram-
tald lífsins eftir dauðann.
Svo kom það fyrir hann að missa konuna sína. Hjóna-
bandið hafði ekki að eins verið með afbrigðum ástúðlegt,
heldur hafði líka konan verið aðstoðarmaður hans og félagi í
hans margháttaða starfi. Upp úr þeim missi tók hann sér
fyrir hendur að rannsaka, hvort nokkur sannleikur væri í full-
yrðingum nútíðarmanna um annan heim og samband við hann.
Það er eftirtektarvert og lærdómsríkt, hvernig hann byrjaði.
^ann byrjaði á því að lesa, að fræðast sem vandlegast um
reynslu annara manna. Það virðast hafa verið bækur Flam-
^arions, sem fyrst vöktu hjá honum efa um það, að lífsskoð-
Un hans hefði verið rétt fram að þeim tíma. Hann las og las
kynstrin öll af því skynsamlegasta, sem um málið hefur verið
shrifað. Hann sannfærðist ekki af því. Hann var svo gerður,
að hann gat ekki sannfærst um mál, sem hafði verið honum
)afn-fjarlaegt, nema af eigin reynd. En með þessum hætti varð
^u9ur hans undir það búinn að hafa nokkurt verulegt gagn
persónulegri reynslu. Lesturinn forðaði honum frá því að
'áta alt lenda í óskynsamlegum og staðlausum rengingum.
Þótt kynlegt megi virðast, byrjaði hann tilrauna-eftirgrensl-
an*r sínar í 7000 mílna fjarlægð frá sjálfum sér, í Johannes-
^Ur9 í Suður-Afríku. Svo fékk hann sjálfur fund í London
sept. í haust. Hann hefur skýrt frá þessu í einu af stór-
blöðum Lundúnaborgar í grein, sem vakið hefur fádæma
a^hygli úti um alt England.
9reinin fer hér á eftir, með ofurlitlum úrfellingum:
Áður en konan mín dó, hafði hvorugt okkar neina trú á
^amhaldslífi sálarinnar eftir andlátið. En daginn sem hún and-
aðist varð eg gagntekinn af þeirri sannfæring, að hún væri
ehki dauð. Síðar fór eg að verða á báðum áttum, og að lok-
Uln. fyrir meira en ári, réð eg af að skygnast um eftir henni.
^9 hagaði mér svo gætilega og óflausturslega sem mér er
eðlilegt, þegar um alvarleg mál er að tefla.
Fyrsta sporið mitt var að spyrja mann í Suður-Afríku, sem
hafði skrifað mér, hvort hann og tilraunahringur hans vildi
reVna að ná fregnum af konunni minni. Hringurinn svaraði
Þessu ástúðlega, og mjög bráðlega fékk eg þá frétt, að »litla