Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 84
80
SPIRITISMINN EFLIST A ENQLANDI eimREIÐIn
frúin« hefði gert vart við sig, að með hana hefði komið her-
maður, sem fallið hefði á Frakklandi, og að með henni hefði
verið hávaxnari kona, sem hefði sagst vera frændkona henn-
ar og heita Margaret.
Þetta var fremur fælandi. Eg var þess fullvís, að konan
mín hafði ekki átt neina frændkonu né vinkonu, sem hafði
heitið Margaret. Eg dró þá álykíun af þessu, að hermanninuin
hefði skjátlast.
En á sunnudaginn var sagði konan mín mér út af vörum
miðils á tilraunafundi í London, að einn af þeim fyrstu, sem
hefðu hitt hana og hjálpað henni hinumegin, væri frændkona
hennar, sem héti Margaret og hefði dáið í barnæsku. »Þu
þektir ekki Margaret« sagði miðillinn, »en spyrðu þig fVrir’
og þér mun verða sagt frá henni«.
Undir lok fundarins í London sagði miðillinn fyrir konuna
mína: »Georg er hér«. Eg gat ekki giskað á, hver Georð
væri, og það gátu ekki heldur dætur rnínar. En daginn eftn-
sat eg og var að brjóta heilann um þetta, og þá koni mer
alt í einu til hugar, að Georg kynni að vera nafnið á her-
manninum, sem hafði komið með konuna mína og Margaret i
]óhannesburg. Eg leitaði að skýrslunni frá Suður-Afríku oQ
komst að raun um, að Georg hafði maðurinn heitið.
Nú bið eg menn að athuga það, að Lundúna-miðillmn
hafði aldrei heyrt getið um hringinn í Suður-Afríku, að huu
vissi ekki nafn mitt, og að eg hafði sagt henni, að eg hefði
aldrei leitað til miðils fyr.
Eg ætla nú að segja frá fundi mínum í London. Hr.
Hewat McKenzie, sem stofnaði London Psychical College, hafði
boðið mér að leita til eins af bestu miðlum veraldarinnar, oQ
eg þá boðið 23. september.
Nú er best að eg skýri frá, hvernig hug mínum var háttað.
Eg hélt, að það kynni að vera til framhaldslíf, en eg hafð'
ekki fengið sönnun fyrir því, og sönnunin, sem eg vildi fa>
átti að vera persónuleg og greinileg. Áður en eg lagði
stað, sagði ein dætra minna við mig: »Láttu þá nú ekki ginna þ>S
með einhverjum sæg af bláum ljósum og bjöllubumbum«.
eg svaraði henni, að ef miðillinn ætti að sannfæra mig, þá V^1
hún að segja mér eitthvað, sem hún vissi ekki.