Eimreiðin - 01.01.1924, Page 107
ElMREIÐIN
RAUÐA SNEKKJAN
103
Hann hljóp áleiðis til bæjarins, hljóp eins og hafið væri á
haslum hans og ætlaði að gleypa hann í sig.
Hann vissi í rauninni ekki hvað hann ætlaði að gera, hann
fann varla til sársauka. En hann æddi áfram í myrkrinu eins
°2 vitstola maður, og blóðið ólgaði og sauð í æðum hans.
Alt í einu fanst honum hann heyra hratt fótatak á eftir sér.
Hárin risu á höfði hans. Hver var það, sem veitti honum eftir-
för í næturmyrkrinu? Hann heyrði fótatakið færast nær og
nær. Hvernig sem hann hljóp, náði það honum samt. Hann
fann kaldan andgust á kinn sér; einhver nefndi tvö nöfn rétt
við eyra honum — — — og svo hrópaði þessi ömurlegi
9estur upp nafn hans, með skerandi röddu. — Ardi féll flatur
f'l jarðar og lá stundarkorn hreyfingarlaus. Svo stóð hann
hægt og varlega á fætur og rendi óttaslegnum augum alt í
hring. En hann sá ekkert né heyrði.
Sjómaðurinn krossaði sig á enni og brjósti. Hann vissi að
dauðinn hafði elt hann. Nú var hann kominn á undan honum
iil þess að gægjast inn um dyrnar á kofa hans.
Eftir stundarkorn var Ardi kominn heim að húsi sínu. Hann
siakk lyklinum f skráargatið með mikilli varúð og sneri hon-
um hægt, til þess að ekki skyldi hrikta í lásnum, svo gekk
hann inn og lokaði hurðinni vandlega á eftir sér. Það var
eins oq hann gengi í leiðslu.
Ljós brann í herbergi Rimuels, en rúmið hans var óhreyft.
A borðinu stóðu leifar af kveldmatnum og blómvöndur úr
hvítþyrnum stóð þar í glasi. Ardi gekk upp stigann, sem lá
npp á loftið og varaðist allan hávaða. Hann staðnæmdist fyrir
framan litlar dyr. Þá heyrði hann að skyndilega var hlaupið
nm í herberginu fyrir innan og að einhver kallaði svefndrukkn-
nm róm:
»RimueI. þarna er ljós! Sko, Rimuel, það er einhver að
koma!«
»Opnið«, grenjaði Ardi. Svo heyrðist hávaði eins og rúður
væru brotnar og brak í hurðinni, er hún lét undan átaki
sjómannsins.
Við rúmið stóð Úríana hálfklædd, og féll langa hárið niður
nm herðarnar. Hún horfði á Ardi rólega og óttalaust.
»Fylgdu mér«, skipáði sjómaðurinn.