Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 119
E|MRE1Ð1N
TÍMAVÉLIN
115
|'éði í huga mínum. Skilningarvit mín virtust óvenjulega skörp
1 næturkyrðinni. Mér fanst jafnvel eg sjá neðanjarðargöngin
nndir fótum mér og Mórlokkana, þar sem þeir gengu fram
°9 aftur og biðu eftir því, að aldimt yrði.
Þannig héldum við áfram í kyrðinni, og stöðugt dimdi.
Stjörnurnar fóru að koma í ljós á festingunni. ]örðin varð
mvrk og trén sýndust svört. Vína varð sífelt þreyttari og ótta-
stegnari. Eg tók hana í fang mér, talaði við hana og huggaði
hana. Og þegar myrkrið jókst, lagði hún hendur um háls mér,
takaði augunum og fól andlitið við barm minn.
Af næstu hæðarbrún sá eg þéttan, dimman skóg framundan.
^að kom hik á mig, því eg gat ekki séð, að hann tæki nokk-
ursstaðar enda. Þreyttur og fótsár nam eg staðar og lagði
^ínu með varúð á jörðina. Svo settist eg á þúfu. Eg gat alls
ekki lengur séð postulínshöllina grænu og eg var orðinn hálf-
uiltur. Eg horfði út í skógarþyknið og hugsaði um, hvað þar
ieyndist í fylgsnunum. I þessu þykni mundi birtan frá stjörn-
unum ekki einu sinni fá notið sín. ]afnvel þó ekki væri um
neina hættu að ræða, og um hana vildi eg sem minst hugsa,
Þú mundi eg flækjast í lággróðrinum og hrasa um fallna trjá-
b°li. Eg var mjög þreyttur eftir erfiði dagsins, svo eg réð af
ab hætta ekki á að halda lengra, heldur láta fyrirberast á
b®ðinni um nóttina.
Mér þótti vænt um, að Vína var í fasta svefni. Eg vafði
Vendilega um hana treyjunni minni og settist niður við hlið
kennar til þess að bíða eftir því, að tunglið kæmi upp. Alt var
kljótt á hæðinni, en frá skóginum barst af og til hávaði frá
lifandi verum. Vfir mér skinu stjörnurnar, því alheiðríkt var.
^ér var gleði að því, hve bjari þær blikuðu. En öll gömlu
s*lörnumerkin voru nú horfin af himninum, því þótt hreyfing
Þeirra sé svo hægfara, að hennar verði ekki vart á hundrað
IT|annsöldrum, þá höfðu þau nú fyrir löngu síðan raðað sér í
nVjar fylkingar. En vetrarbrautin fanst mér vera sama víðáttu-
^■kla stjörnuþoku-elfan og áður. í suðri, eða svo hélt eg að
v®ri, sá eg mjög bjarta, rauða stjörnu, sem eg kannaðist ekki
V|ð- Hún blikaði enn þá bjartara en Sirius okkar, hinn græni
°9 geislauðgi. Og innan um alla þessa blikandi díla skein ein
st)arna stöðugt og vingjarnlega, eins og andlitið á gömlum vin.