Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 120
116
TÍMAVÉLIN
eimrei£)IN
Alla nóttina lá eg þannig og reyndi að hugsa sem minst
um Mórlokkana, en í stað þess var eg að reyna að finna
aftur gömlu stjörnumerkin í nýja stjörnuhafinu. Himininn hélst
heiður, að eins eitt dimt ský á lofti. Sjálfsagt hef eg blundað
stöku sinnum. Loks fór að birta ofurlítið á austurhimninum,
og tunglið kom upp, óverulegt fölt, og oddmjótt. Og rétt a
eftir roðaði fyrir degi, óljóst í fyrstu, en brátt glöggar, nns
rósrauð og hlýleg dagsbríínin rauf myrkrið og útrýmdi tungls'
glætunni. Eg hafði ekki orðið var við Mórlokkana alla nóttina
á hæðinni. Og mér fanst nú í aftureldingunni, að ótti minn
hefði verið ástæðulaus. Eg stóð á fætur, en mér var þá svo
sár fóturinn, sem naglinn hafði rekist í, að eg settist aftur,
tók af mér skóna og fleygði þeim.
Svo vakti eg Vínu, og við héldum á stað inn í grænan og
yndislegan skóginn, sem um nóttina hafði verið svo dimmur
og draugalegur. Við fundum ávexti til að seðja með hungrið-
Brátt mættum við smávöxnu Elóunum, sem sungu og döns-
uðu í sólskininu. Og þá datt mér enn einusinni kjötið í hug-
Eg þóttist nú sjá, að einhverntíma fyrir langa löngu hefði orðið
þröngt í búi hjá Mórlokkunum. Ef til vill höfðu þeir þá um
hríð lifað á rottum og öðrum slíkum smákvikindum. En svo
höfðu þeir komist upp á að éta Elóana. Því þegar alt kom
til alls voru Mórlokkarnir enn þá öfgafyllri en forfeður vorm
fyrir þrjú til fjögur þúsund árum. Nú var sem sé ekki
drepið að yfirlögðu ráði í pyntingarskyni, heldur fóðruðu Mór-
lokkarnir fólkið á yfirborðinu eins og búfé og lóguðu þvl
síðan. Og þarna var Vína dansandi við hlið mér!
Eg reyndi að sigrast á hryllingi þeim, sem hafði altekið
mig, með því að telja mér trú um, að þetta væri ekki annað
en óhjákvæmileg refsing fyrir mannlega eigingirni. Menn höfðu
látið sér lynda að lifa í öryggi og unaði á erfiði náungans,
höfðu talið þetta ófrávíkjanlega nauðsyn og réttlætt sig með
því, en í fyllingu tímans hafði þessi ófrávíkjanlega nauðsyn
komið niður á þeim sjálfum. En þó að eg reyndi að telja mér
trú um, að hinn úrkynjaði aðall ætti ekki annað en fyrirlitU'
ingu skilið, þá gat eg það ekki. Því hversu djúpt sem Elóarnir
voru sokknir ofan í andlega úrkynjun, þá héldu þeir þó eftir