Eimreiðin - 01.07.1924, Síða 1
E'MREIÐIN
John Millington Synge.
Eitthvert einkennilegasta fyrirbrigðið í vitsmunalegri þróun
Vorra tíma, þegar alt í opinberri stjórnarstarfsemi beinist að
aihjóðasamtökum og heimsborgarahyggju, er áhugi sá hinn
m*hli, sem farið er að sýna bókmentum og menningu smá-
tióða, einkum hinna undirokuðu kynþátta. Það er eins og
heilbrigð alþjóðaviðskifti geti því að eins náð tilgangi sínum,
aó réttur smáþjóða sé ekki fyrir borð borinn, heldur viður-
^endur með fullu drenglyndi. Með því að kynnast bókmentum
snáþjóðanna, á þeirra eigin tungum og mállýzkum, fær maður
'íósa sönnun þess, hve öll mannleg barátta er sjálfri sér lík,
^yar sem hún er háð, — hve lífsins máttugu sannindi birtast
a sama hátt í höll sem hreysi, — hve lífið er alstaðar sjálfu
Ser samkvæmt. Þekkingarskortur um þau mál, er varða bók-
mentir, listir og alla menningu kotþjóða, veldur kreddum og
tröngsýni. Vera má, að þessar þjóðir kollhlaupi sig stundum
a menningarlegum uppgangstímum, í orði eða verki, og skeyti
erfðavenjum og hefðbundnum lífsskoðunum. En sú hrifni,
sem æ brýst fram á slíkum uppgangstímum í lífi hinna minni
^attar þjóðflokka, hefur venjulega róttæk áhrif á menningu
^égrannaþjóðanna.
t-)m leið og stjórnarár Viktoríu Bretadrotningar hurfu í tím-
ans haf, lýkur einnig þeirri óvirku menningarstefnu, sem réði
^estu á þeim árum. Eftir það verða bókmentirnar frjórri, óbil-
Slarnari, herskárri. Þá hefst endurfæðingartímabilið í bókment-
Um hinnar undirokuðu írsku þjóðar, — þjóðleg samtök gegn
enskum áhrifum og innlendum ósiðum. írska þjóðin var kat-
e skrar trúar, en siðvönd að lífsskoðun. Andleg ófrjósemi Vik-
°riutímanna reyrði alt römmum viðjum á írlandi. Það voru
y1 að eins fáeinir spámenn og sjáendur, sem sáu fyrir, að
a9sbrún þjóðlegrar vakningar — og jafnvel stjórnbylting —
Vaeri í vændum þar í landi.
Hér er rétt að staðnæmast og athuga stuttlega hin mörgu
’ sem voru að verki. Þrír stjórnmálaflokkar voru uppi í
13