Eimreiðin - 01.07.1924, Síða 2
194
JOHN MILLINGTON SYNGE
eimreiðiN
landinu: Sambandsflokkurinn (Unionists), heimastjórnarflokk-
urinn (Home Rulers) og Fenianar.1) Sambandsmenn voru
víðast hvar á Irlandi eingöngu úr flokki höfðingjalýðsins
og skoðuðu sig sem einskonar setulið, sem ekkert ætti sam-
eiginlegt með þjóðinni í heild sinni. Gagnvart frelsisþrá írsku
þjóðarinnar sýndu þeir megna fyrirlitningu, sem stundum sner-
ist upp í hatur og illgirni. Eini rithöfundurinn úr flokki sam-
bandsmanna, sem nokkuð kvað að, var prófessor Edward
Dowden. Hann var þaulkunnugur bókmentum nálega allra
þjóða í Evrópu, nema þeim írsku. Samtíðarmaður hans, E. A-
Boyd, sem var mjög gagnrýninn maður, reit grein um Dow-
den, þar sem hann gaf honum heitið »írlendingurinn ástúðlegi*)
og lauk greininni með þessum orðum, sem skýra mikið af-
stöðu Dowdens til írskra bókmenta:
»1 hverju öðru landi hefði Edward Dowden orðið leiðtoð1
ungra listamanna og rithöfunda, því enginn var svo óðfús a
að fagna vitsmunum og snilli, telja kjark í byrjendur og vekja
ást á bókmentum sem hann. En endurvakning írskra bókmenta
bjó um sig og tók að blómgast, án þess að henni kæmi nokk-
urt liðsyrði eða hughreystingarorð frá þeim eina manni, sem
hefði verið sjálfkjörinn til að taka að sér forustuna. Hann
hefði getað bætt úr sárasta skortinum, — skortinum á leið'
beinandi gagnrýni. Meðvitundin um þenna skort er eini arfur-
inn, sem hann hefur látið bókmentum þjóðar vorrar eftir«.
írski höfðingjalýðurinn, sem átti þó flest tækifærin til að
afla sér mentunar og þroska, var áhugalaus um bókmentir ah
fram að síðasta mannsaldri, enda kom enginn úr þeim hóp.
sem hefði nokkra alþjóðlega þýðingu á þessu sviði. Það
aftur á móti erfitt að leiða rök að því, hvar heimastjórnar-
flokkurinn stóð í þjóðlegri menningu. Því engar andlegar byu'
ingar, sem verðmæti var í, gerðu vart við sig í þeim fylking'
ararmi. Þetta var flokkur stjórnmálamanna sem létu leiðast af
fyrirhyggjulitlum ofsa þeirra, sem höfðu yfir flokknum að ráða
1) Komið úr fornírsku fene, sem var eitt heitið á frum hinum fornu-
En stjórnmálaflokkur þessi var upphaflega leynilegur, stofnaður í NeW-
Vork 1858, í því skyni að ná írlandi undan Bretlandi og gera það að
.sjálfstæðu lýðveldi. Rilstj■