Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 20
212
JOHN MILLINGTON SVNGE
EIMRElÐIf*
stundu veit eg, hvemig eg á að lifa og leika mér lífið a
enda, alt þar til roðar fyrir dómsdegi*.
Þó að nú sé friður fram undan og Pegeen eigi í vaendutn
hóglátt hjónaband heima í fæðingarþorpi sínu, varpar hún þvl
öllu frá sér og slær tilvonandi eiginmann sinn utanundir.
»Láttu mig ekki sjá þig framar. . . . Ó, hvað eg á bágt>
eg hef mist hann fyrir fult og alt. Eg hef mist eina leikarann,
sem til er á Vesturlöndum«.
Fáir rithöfundar hafa fært jafn snildarlega viðræður almúga'
fólks í stílinn eða skapað aðra eins fegurð í máli jarðyrkjU'
manna og hirðingja. Sumum hættir við að setja það út á stíl
Synges, að hann sé of æfintýralegur og fjarri veruleikanum,
en Synge gerði í rauninni ekki annað en setja á sig Hin
fögru, myndauðgu orðtæki, sem hann heyrði notuð í héruðum
þeim, sem hann dvaldi í, þegar helzt brá birtu á hversdagS'
lega viðburði, svo sem á skemtimótum og við veðreiðar.
Því þar voru enn þá þulur og Ijóð
I þúsund útgáfum,
en svinnir menn og sætmál fljóð
sungu undir dönsunum.
Og hann bjó sér til úr öllum þessum djarfyrðum, kýmni'
og yndisorðum þann stíl, sem hvert skáld mundi öfunda hann
af. Alstaðar er stíll hans myndauðugur og Ijós, jafnt er hann
lýsir ástahótum þeirra Mahons og Pegeenar Mike eins og
þegar lýst er sorg gömlu konunnar í Riders to the Sea. Hia
Synge er alls ekki um tilgerð að ræða í stíl og máli, svo sem
til þess eins að setja annarlegan blæ á frásögnina, heldur ritar
hann sumpart allforna ensku, með því málskrúði, sem ein-
kendi tíma Elísabetar drotningar og sumpart ensku, sem
er gagnsýrð af keltneskum orðatiltækjum og einkennum. Þetta
var líka sú eina leið, sem Synge með réttu gat farið til þess
að ná alþýðumálinu til hlítar, án þess að gera það hlægilegl-
Þegár Synge hafði lokið við þetta síðastnefnda leikrit sitt
var líka skeið hans á enda runnið, því að djöflagangurinn og
ofstopalætin gegn honum, sem kom fram bæði í sjálfu leik-
húsinu, með pípnablæstri og hrakyrðum, í smánarlegum um-
sögnum blaðanna og illu umtali, hafði lamað heilsu höfundar-
ins að fullu. Ef til vill hefur hann þá verið ráðinn í því a^