Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 22
214
JOHN MILLINGTON SVNGE
eimreiðiN
nefnast synir Usna, til Skotlands. Þar dvaldi hún á bökk-
um hins fagra Loch Etive sjö sælurík ár sem eiginkona
Naisis. Þegar konungurinn kemur í leikbyrjun og leitar ráða-
hags við hana, tekur hún honum kuldalega, en þegar hann
snýr heimleiðis til höfuðborgar sinnar, Emain Macha, með vinl
sínum Fergusi, fær hún ekki orða bundist, en hrópar upp 1
stæltri sigurgleði yfir valdi sínu:
»Eg mun klæðast eins og Emer í Dundealgan eða Maeve
í Connaught. Ef Conchobar gerir mig að drottningu sinni verð
eg líka að fá vald til að drottna og ráða mér sjálf, og allir
skulu undrast. ' . . Klæðið jörðina ábreiðum yðar og guðvefi.
svo eg geti staðið þar í nótt og svipast um. Berið einnig fram
sauðskinn frá Connaught og geitskinn úr vesturvegi. Eg vil
ekki vera neitt barn eða leiksoppur. Eg vil klæðast dýrindis
klæðum, því eg vil ekki láta leiða mig til Emain eins og Cu-
chulain leiðir hesta sína undir okið eða Conáll Cearnach
bregður fyrir sig skildi; og vera má, að frá þessum degi geti
eg látið hetjur Irlands blakta eins og skar og flökta eins og
vindblæinn, sem leikur um bálköstinn þegar eldar eru kyntir*.
Að sjö árum liðnum tekst að fá Deirdre til að hverfa aftur
til Irlands, með því skilyrði, að sonum Usna sé heitið fullum
griðum. Elskendurnir tjalda innan borgarmúra Emain Macha
og ráðgast um, hvar þau eigi að setjast að. En þegar Naisi
lyftir tjaldskörinni og svipast um, sér hann nýtekna gröf. Með
slægð og brögðum eru bræðurnir drepnir hver af öðrum.
Hygst konungur nú mega fagna fullum sigri.
Hvergi kemur máttur Synges og mikilúðugur listsmekkur
hans og fegurðarskygni betur í ljós en í niðurlagi leiks þessa.
Maður freistast næstum til að taka upp allan síðasta þáttinn,
frá því að Naisi deyr og alt til enda leiksins.
»Eg hef varpað frá mér öllum trega eins og útslitnu, óhreinu
fati, því eg hef lifað því lífi, sem óbornar aldir munu öfunda
mig af. Hef eg ekki komið konungum á kné og það þótt
þeir sætu í höllum Emain borgar! Hefur ekki Conchobar
hinn ráðsvinni þráð mig sem brúði sína, og hefur ekki Naisi
hinn ósigrandi elskað mig! Hef eg ekki átt því láni að fagna
að njóta æsku minnar, án þess að hár mitt gráni og tennur
fúni úr munni mér! Nutum við ekki lífsins úti í angandi