Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 30
222 ÞÁTTUR AF AQLI Á BERGI eimreiðiN
Þeim af fermingarbörnunum, sem voru lengst að, hafði verið
komið fyrir á prestssetrinu og næstu bæjum. Egill var, ásaiflt
tveim öðrum piltum, í koti einu, skamt innan við prestssetrið.
Félagar hans voru frá fátækum heimilum, en greindir og
glaðlyndir. Eitt sinn, er þeir voru að koma úr yfirheyrslu,
nam annar pilturinn staðar og sneri sér að Agli, sem gekk a
eftir, hægt og þunglamalega.
— Ansi gekk þér illa í dag, Egill minn, sagði hann vin-
gjarnlega. — Þetta dugir hreint ekki. Þér verður vísað fi-3'
nema eitthvert ráð verði fundið. Og nú skal eg gefa þér ráð
sem dugir.
Egill starði á hann, stórum, móleitum augúnum — og þa^
lá við að hann viknaði.
— ]á, hlustaðu nú á, sagði pilturinn. — Nú ætla eg a^
gefa þér gott ráð. Þú átt það líka margsinnis skilið. Þú hefur
svo oft stuggað við ánum fyrir mig. Þegar við komum heim.
þá tökum við kaflann, sem þér gengur verst með, vöðluiu
honum utan um tólg — og svo étur þú hann.
Egill starði á hann og virtist þungt hugsandi.
— Gerir það mér ekkert? sagði hann loks.
Pilturinn hló.
— Gerir þér? Hvað heldurðu svo sem það geri þér?
Heldurðu að kverið sé svo þungt í maga? En annars er mer
sama. Mér er engin þægð í þessu, ef þú ekki vilt vinna þa^
til að læra kaflann.
— Ætlarðu þá að útvega mér tólgina? spurði Egill hikandi.
— Já, já, það geri eg auðvitað.
Og þegar heim kom, byrjaði athöfnin. Blöðin voru rifm
upp úr kverinu — og síðan var þeim vafið utan um tólgar'
mola. Drengirnir stóðu á öndinni, þegar kaflinn hvarf upp 1
Egil. Hann hleypti brúnum, krepti hnefana og tugði hraustlega-
Kinnarnar tútnuðu, brúnirnar hófust — og Egill hneigð1
höfuðið. Kaflinn var kominn á sinn stað.
— Er nú kverið góður matur? spurði síðan pilturinn, sem
gefið hafði heilræðið.
— Versta bölvað ómeti, sagði Egill og gretti sig — °S
það var í fyrsta sinn, sem hann heyrðist blóta.
Daginn eftir ætlaði prestur eingiitt að hlýða Agli yfir kafl'