Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 32
224 ÞÁTTUR AF AQLI Á BERGI eimrE[Wp(
ekki þótti hann meðalmaður til neinna þeirra verka, sem la9
þurfti til.
Þá er hann var kominn fast að fertugu, dó móðir hans-
Datt bóndi hennar um hana í göngunum, eitt sinn er hann
kom heim frá fé. Hafði hún hnigið niður með eldiviðarpoka
á bakinu. Eftir hálft annað dægur var hún dáin.
Nú tók að horfa til vandræða á heimilinu. Gat varla heitiö,
að þeir feðgar hefðu lag á að kveikja upp eld, auk helduf
að matreiða fyrir sig ætan bita.
I Gerði, næsta bæ innan við Berg, var stúlka, sem Þóra
hét. Hafði faðir hennar búið þar — og verið vel efnum búinn-
Eftir dauða hans hafði bróðir hennar tekið við búinu o9
Þóra altaf verið hjá honum.
Egill og Þóra höfðu oft hizt. Þegar þau voru börn, hittust
þau daglega frammi í dalnum, þar sem fjárins var gætt. En
fátt höfðu þau talað saman, því að hvorugt þeirra var marS"
mált. En eitt sinn hafði hann bjargað henni úr straumharðri
á, og síðan höfðu þau ávalt litið hvort til annars með undar-
legri hlýju. Þegar þau hittust, var sem þeim færi altaf eitthvað
það á milli, sem aðrir ættu enga hlutdeild í. Hittust þau þ°
aldrei ein saman og sögðu ekkert hvort við annað, nema
mauðsynlegustu kveðjuorð. En ekki giftist Þóra — og enginn
•vissi til þess, að Egill hefði haft hug á nokkurri stúlku.
Dag einn kom Þórður bóndi að máli við Egil og spurð'
hann, hvort ekki mundi vera rétt að þeir reyndu að útvega
sér einhverja kvenmannshjálp.
— Eg held að væri bezt, að þú gengir á morgun inn
að Gerði og reyndir að fá hana Þóru, sagði hann og leit a
Egil. — Hún er roskin og ráðin og vel í efnum. Hún er
líka af allra mesta forstands-fólki. Aldrei skyldi það henda, að
•ekki næði saman slátrið og mörinn hjá honum Gvendi sáluga-
Það býr ekki betur núna, þó að það láti meira.
Agli varð órótt. Hann hallaðist fram á hendur sínar — °9
honum hitnaði öllum.
— Mér fyndist þú mættir heita lánsamur, ef þú gaa,ir
krækt í hana fyrir fult og alt. Hún mundi ekki sóa úr red*
•unum. Og svo yrðir þú að bera þig að reyna að l',a
■eftir utanbæjar. Mundu mig um að fara vel með heV-