Eimreiðin - 01.07.1924, Síða 33
EIMREIÐIN
ÞÁTTUR AF AGLI Á ÐERGI
225
Þú skalt aldrei gefa ferðamannahestum nema hálfa gjöf og
Passa að hafa féð ekki of feitt á vorin. Það tekur bara þess
Ver sumarbatanum. . . . En heldurðu að þú gætir ekki felt
frg við Þóru?
Egill strauk vangaskeggið og hallaði undir flatt.
— Eg býst við að eg gæti það. Eg hef nú einmitt haft
au2astað á henni, síðan mamma dó.
— Hefurðu orðað það við hana?
— ]a, ekki get eg nú sagt það. . . . En mér hefur ein-
hvern veginn fundist, að henni væri ekki sama um mig.
— Hafið þið talað mikið saman?
— Nei, ónei. ... En eg veit þetta einhvern veginn.
— Nú jæja, þið hafið nú þekst lengi. Og nokkuð er til
UtT1 það, að ekki er hún gift enn þá. Þú ferð þá bara á
P^orgun og nefnir það við hana. ... Þú getur byrjað á að
^iðja hana að koma til þín og vera til vorsins. Svo er þér
uú varla vorkennandi að láta hitt koma af sjálfu sér.
Daginn eftir fór Egill inn að Gerði. Hann gerði boð fyrir
t*óru — og kom hún út með prjóna í höndum. Þegar hún
hver gesturinn var, var sem fát kæmi á hana. Hún strauk
Tautt, hrokkið hárið frá freknóttu andlitinu, stakk prjónunum í
, barm sér og lagaði á sér svuntuna.
— Komdu sæl, sagði Egill og rétti henni höndina.
— Sæll, sagði hún, krosslagði síðan hendurnar á brjóstinu,
^allaði undir flatt og horfði út á sjóinn.
— Vildurðu finna mig snöggvast hérna á bak við bæinn?
■sagði Egill og forðaðist að líta upp.
— Viltu ekki heldur koma inn á dyraloft, sagði hún og
5etti hönd fyrir augu. — Hver .ansinn er nú þetta? Eitthvert
rekald!
Egill leit út á sjóinn.
. ~~ Það er bara lagnaðarís, sem áin hefur borið fram, sagði
hann og tvísté. — Eg held það sé bezt að vera hérna
^ak við bæinn, sagði hann því næst og rendi hornauga til
t>óru.
~~ Nú jæja, við skulum þá koma.
Og þau löbbuðu af stað. Hún trítlaði á undan, stutt og
9ild, og Egill þrammaði á eftir þungstígur og langstígur.
15