Eimreiðin - 01.07.1924, Side 55
HUGLÆKNINGAR
247
sem heilabólgu, liðagigt, gigt, brjóstþyngslum, skrifkrampa,
s*ami, allskonar taugaveiklun, geðveiki o. s. frv. Flestir þeirra
höfðu áður leitað fjölda lækna og sérfræðinga, en enga bót
fengið. T. d. hafði kona greinarhöfundarins leitað um þrjátíu
lækna víðsvegar um Evrópu og Ameríku áður en hún fór til
Nancy, og annar sjúklingur tuttugu og þriggja, alt árangurs-
^aust. Þetta fólk kom flest vantrúað á aðferðir Coués. Þó varð
árangurinn svo góður, eftir því sem greinarhöfundi segist frá,
að flestir fengu talsverðan bata, og sumir svo skjótan og full-
^ominn, að engu líkara var en gerst hefði hreinasta kraftaverk.
Langtum betur gekk Coué þó að lækna frönsku sjúklingana
en útlendingana. Flestir hinna fyrnefndu voru bændur eða
verkamenn, Jausir við allar lærðra manna firrur, en tóku ein-
beitingartilraunum Coués jafn einlæglega eins og börn. Enda
iókst honum aldrei betur upp en þegar hann var að lækna
tá. Þeir höfðu óbifandi trú á lækningaaðferðinni, og þeim
varð að trú sinni. Oft komu tvö hundruð sjúklinga á dag á
í®kningastöðina, og fjöldi þeirra fengu svo skjótan bata, að
■slíkt hefði verið kallað kraftaverk fyr á tímum. Eitt sinn var
d. komið með gamla bóndakonu til Coués. Hún var svo
lasburða, að hún gat með naumindum dregist áfram um her-
bergið við hækju og staf. Hún hafði afskaplegar kvalir í
vinstra fætinum. Coué nam kvalirnar á burtu með strokum
°2 með því að endurtaka í sífellu: »Þær eru að fara«. Eftir
féeinar mínútur voru kvalirnar farnar. Hann skipaði henni
bví næst að ganga um herbergið, án þess að nota hækju og
s*af, hélt fyrst í hendur henni og fullvissaði hana um, að í
Taun og veru væri henni þetta lafhægt, þótt hún hefði áður
íalið það ókleift. Að síðustu gekk gamla konan fram og aftur
herbergið ein og óstudd og því næst niður brattan og
bröngan stiga, hækjulaust og staflaust. Hún hafði alveg gleymt
beim. Förunautur hennar kallaði á eftir henni, um leið og
hann rétti fram hækjuna og stafinn: »Þú hefur gleymt þessu,
kona góð!«
Séra Inglis bætir því við, að þetta og annað eins þyki að
vísu ótrúlegt, en býðst til að vinna eið að því, að rétt sé skýrt
frá. »Eg tek þetta að eins sem dæmi þess, sem eg hef horft
a með mínum eigin augum, og allir, sem komið hafa á lækn-