Eimreiðin - 01.07.1924, Síða 60
252
GRÓTTI
út um þúfur, og þær mólu her að Fróða. En á sömu nóttu
kom þar Mýsingur sækonungur og brendi inni Fróða konung
með allri hirð hans. Þá lagðist Fróðafriður.
Þessi saga er skráð í Snorra-Eddu og er auðvitað þjóð'
saga. En þótt hún hafi ekki sögulegan sannleik að geyma, er
gildi hennar ekki minna að heldur. Hún hefur æðri, skáldleg-
an sannleik til brunns að bera, og virðist jafnvel svo, seiu
höfundur hennar hafi verið spámaður án þess að vita af. Svo
vel á sagan við ástand vorra tíma.
Sænska skáldið Viktor Rydberg hefur ort langt kvæði, er
heitir Gróttasöngur hinn nýi. Er þar sagt frá Fróða konungi,
sem situr í hásæti og hlýðir á fortölur kanzlara síns, Mamm-
onsprestsins, er kvartar sífelt undan því, að ekki sé til nægur
vinnukraftur til að draga Grótta. En Grótti malar gull. Heimt-
ar kanzlarinn því fyrst ungar stúlkur í ríkinu til að mala
(allar nema vændiskonur) og síðan börn þrælanna, sem kvörn-
ina draga. Fróði konungur fer heldur undan og minnist barna
sinna, er leika sér ánægð í höllinni, og segir eitthvað á þa
leið, að börnin þurfi einnig leik og gleði, en Mammonsprest-
urinn ber það alt niður og fær vilja sínum framgengt. Til
þess að auka enn þá meir afrakstur kvarnarinnar finnur hann
upp nýtt ráð, samkepnina; sá umsjónarmaður, sem skilar mest-
um arði, skal sitja við hlið kóngs í dýrlegum skrúða á hinni
árlegu Mammonshátíð, og síðan skal honum gefin höll til
eignar og íbúðar æfilangt. En sá, er minstum arði skilar, skal
bundinn við kvörnina og draga hana sem hver annar þræll-
Þessi samkepni eggjar menn til framkvæmda, og árangurinn
verður glæsilegur, að því er segir í hátíðarræðu þeirri eftir
Mammonsprestinn, sem kvæðið endar á.
Það er auðsætt, hvert kvæðið stefnir. En upphaflega sagan,
sú er stendur í Snorra-Eddu, er ekki síður lærdómsrík. Fróði
konungur, auðvaldið", lætur Fenju og Menju verkalýðsins mala
gull og vill þar að auki fá frið og sælu í ofanálag fyrir sig
og sína. Um líðan þeirra ambáttanna er ekki hirt. Þær fá
ekki lengri hvíld en gaukur þegir eða ljóð má kveða. En hér
fer sem jafnan, þegar hirt er meira um gull en um mannlega
velferð og hamingju. ]ötnameyjarnar, sem gullið mala, friðinn
og sæluna — fyrir aðra, — missa að lokum þolinmæði sína