Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 74
• 266
GREINING MANNKYNSINS
EIMREIÐIM
mikið til þess að örva vöðva, bein og aðra vefi, svo að þe,r
svari hæfilega þeirri byrði, sem Iögð er á Iíkamann. En í
grósku flæðir svo mikið af þessu efni um líkamann, að vefn-
hans ofurörvast og svara hverri minstu áreynslu eða hreyfinSu
með ofvexti. Er vér sjáum, hvernig líkaminn og andlitsfalliö
ummyndast jafnskjótt og útgróskan byrjar, þá er ekkert of-
væni að ætla, að fullkomnari þekking á þessum vaxtarfærum
muni veita oss úrlausn á því, hvernig kyn mannanna hafa
greinst. Það hljóta að vera mörg önnur starftæki, er stjórnast
af mögnum og vér erum enn alveg ókunnugir. Eg vil nefna
að eins eitt dæmi — það sem stjórnar líkamshitanum. Ver
vitum, að skjaldkirtillinn og líka nýrnahetturnar eiga þátt i
því starfi; þau eru og riðin við það að lita og aflita hörundið-
og hlýtur það að vera þáttur í hitatempruninni. Með rann-
sóknum í þá átt búumst vér við að fá úrlausn á spurningunm
um lit kynflokkanna.
Það er ekki í fyrsta sinn, að kenningunni um magna hefur
verið beitt við líffræðileg úrlausnarefni í »Brezka félaginu«- '
forsetaræðu sinni til dýrafræðisdeildarinnar, í Sheffield, 1910,
beitti prófessor G. C. Bourne kenningunni við úrlaúsnarefm
þróunarinnar; í erindi til sömu deildar athugaði prófessor
Arthur Dendy nánar, hvað í henni felst, á fundinum í Ports-
mouth, 1911. Á fundi félagsins, í Newcastle, 1916, fjallaði
prófessor Mac Bride í nokkrum hluta erindis síns, um hinar
lagvirku verkanir magnanna. Mjög skömmu eftir að StarlmS
setti fram magna-kenninguna, hafði Dr. ]. T. Cunningham
hana til að skýra ættgengið (Proc. Zool. Soc., London, P-
434, 1908). Meira að segja, kenning Darwins um alfróvgun
(pan-genesis) hefur nokkurn veginn sama svipinn og hin nýla
kenning um magna.
Gudm. Finnbogason þýddi.