Eimreiðin - 01.07.1924, Síða 103
EIMREIÐIN
MANNFRÆÐI
295
•^álfæriðs. Málfærið getur ekki verið eiginleiki, heldur hæfi-
leiki, eins og hver heilvita maður hlýtur að skilja, ef hann
Sefur sjer tíma til að hugsa um þann mun, sem er á eigin-
leika og hæfileika,
Margt fleira mætti telja, en þess gerist naumast þörf. Allir
sem lesa þessa bók og láta ekki nafn þýðanda verða sjer
sönnun fyrir ágæti hennar, sjá að hún er ærið gölluð. Aðfinslur
Þessar eru ritaðar af því, að Guðmundur prófessor Finnboga-
son er svo orðhagur maður, að hann á það ekki skilið, að
borið sje það lof á bækur hans, er þær verðskulda ekki.
^onum myndi og illa falla, ef ljelegar setningar, sem eru að
fínna í ritum hans, ættu sinn þátt í því, að spilla málfarskend
ungra 0g greindra alþýðumanna, er hafa hann að fyrirmynd.
S. Kr. P.
Tímavélin.
Eftir H. G. Wells.
(Niðurlag)
En hér og þar sá ég verpt spjöld og brotin málmspensli, svo
sem órækan vott þess, er hér hafði verið geymt. Hefði ég
verið bókfróður, mundi ég vafalaust hafa farið að hugleiða
hverfulleik bókmentalegrar frægðar. En það sem mér sárnaði
mest að hugsa um var, hvílíkt óhemju erfiði og vinna farið
hafði til einskis í alla þessa dyngju af grautfúnum pappír. Og
skal ég játa, að þá datt mér einkum í hug hinar mörgu rit-
9erðir vísindafélaganna og seytján fyrirlestrar um eðlisfræði
kóssins eftir sjálfan mig.
Við gengum nú upp breiðan stiga og komum inn í sal, þar
Sem eitt sinn hafði verið efnarannsóknarstofa. Ég hafði þegar
9óða von um að finna þarna ýmislegt nauðsynlegt. í sal þess-
um var flest í furðanlegu standi, nema á einum stað, þar sem
bakið hafði hrunið niður. Ég leitaði með ákefð í öllum þeim
kössum, sem óbrotnir voru. Og loksins fann ég eldspítustokk
1 einum loftþétta kassanum. Ég flýtti mér að prófa eldspýturn-